Rangárþing eystra auglýsir til leigu aðstöðu og rekstur á tjaldsvæði á Hvolsvelli til allt að 10 ára.

Gert er ráð fyrir að leigutaki taki við aðstöðunni og sjái um allan daglegan rekstur svæðisins, markaðssetningu, innheimtu afnotagjalda, umhirðu, uppbyggingu og viðhaldi á svæðinu. Núverandi stærð tjaldsvæðis er 1,4 ha en gert er ráð fyrir 3,5 ha stækkun. Rekstur skal hefjast eigi síðar en 15.maí 2023. Lögð er áhersla á að svæðið verði vel við haldið en útlit tjaldsvæðisins er mikilvægt fyrir ásýnd sveitarfélagsins. Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við Þóru Björg Ragnarsdóttur, aðstoðarmann skipulags- og byggingarfulltrúa.

Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu og þekkingu á ferðaþjónustu.

Veittur er fyrirspurnarfrestur til kl. 12:00 þann 6. febrúar 2023. Tilboð skulu senda rafrænt á netfangið thorabjorg@hvolsvollur.is. Með tilboði skulu fylgja hugmyndir leigutaka um rekstur og uppbyggingu svæðisins. Gefa skal upp nafn, kennitölu, heimilisfang, símanúmer ásamt tilboðsgögnum.

Tilboðum skal skila fyrir kl. 12:00 þann 10. febrúar 2023.

Áskilinn réttur til að hafna öllum tilboðum. Öllum tilboðum verður svarað skriflega eftir að ákvörðun Rangárþings eystra liggur fyrir.

F.h. Rangárþings eystra

Þóra Björg Ragnarsdóttir

Aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra