Sextán daga alþjóðlegt átak gegn ofbeldi hófst 25.nóvember og stendur til 10.desember. Það eru Sorptimistar sem standa fyrir átakinu og yfirskriftin í ár er Þekktu rauðu ljósin og er tengt við slagorð SIE (Soroptimist International Europe) „Read the Signs“.
 
Roðagylltur litur er tákn átaksins og allir hvattir til að halda því á lofti með einum eða öðrum hætti. Rangárþing eystra flaggar roðagylltum fána fyrir framan skrifstofur sínar að Austurvegi 4.
Áherslan í ár felst í fræðslu um hvernig koma megi auga á og stöðva ofbeldi í nánum samböndum. Þessi fræðsla þarf að koma fyrir sjónir almennings m.a. með milligöngu Soroptimista með því að deila þeim fróðleik sem þegar er til hér á landi um þetta mikilvæga málefni.
 
Nánari upplýsingar má finna með því að smella hér.