Markaðs- og menningarnefnd Rangárþings eystra óskar eftir tilnefningum frá íbúum sveitarfélagsins um sveitarlistamann Rangárþings eystra 2024.
 
Til greina koma allir þeir íbúar sveitarfélagsins sem stunda listir af einhverju tagi.
 
Viðurkenning fyrir Sveitarlistamann Rangárþings eystra verður veitt í 11. sinn í ár á Kjötsúpuhátíðinni þann 31. ágúst nk.
 
Tilnefningar óskast sendar á þessu formi fyrir 31. júlí nk.