Ratleikur Rangárþings eystra er skemmtilegur leikur þar sem allir geta tekið þátt. Leikurinn er hafinn og stendur til 27. ágúst. Engin flögg, engin göt og ekkert vesen!

Um er að ræða átta skemmtileg svæði í Rangárþingi eystra sem ættu að höfða til flestra. Við hvern stað eru góð bílastæði og því tilvalið að leggja bílnum og leika sér aðeins nú eða fara í fjallgöngu, eftir því sem við á. Staðirnir eiga það sameiginlegt að þar er hægt að njóta samveru saman.

Við hvern stað skal taka mynd af sér og senda myndina á heilsueflandi@hvolsvollur.is merkta nafni.

Dregið verður úr innsendum myndum, því fleiri staðir því meiri líkur á vinning. Úrslit verða tilkynnt á Kjötsúpuhátíðinni 28. ágúst.

 

Gönguleiðirnar/svæði 2021

1. Efra-Hvolshellar. Þrír manngerðir hellar sem grafnir eru í gróft þursaberg.

2. Gluggafoss. 40 metra hár foss í Fljótshlíðinni. Fallegt og skemmtilegt umhverfi.

3. Steinahellir. Skemmtilegur hellir undir Eyjafjöllum. Staðsettur 36 km frá Hvolsvelli.

4. Stóri Dímon. 178 metra hátt fjall sem tilvalið er að klifra upp og njóta útsýnis.

5. Nínulundur. Í Fljótshlíðinni er lundur kenndur við Nínu Sæmundsson höggmyndalistakonu.

6. Nauthúsagil. Ganga fyrir alla inn í stórglæsilegt gil. Hér gætu tær blotnað.

7. Þórólfsfell. 574 metra hátt móbergsfjall sem gaman er að glíma við.

8. Landeyjafjara. Fjara þar sem hægt er að gleyma stund og stað í góðu veðri.