Fjölmenningarráð Rangárþings eystra lagði til við Byggðarráð Rangárþings eystra að keyptur yrði aðgangur að appinu Bara tala fyrir erlenda starfsmenn Rangárþings eystra. Byggðaráð samþykkti tillögu Fjölmenningarráðs og er innleiðing appsins meðal erlends starfsfólks nú hafinn.

Bara tala er stafrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni, enda lausn sem byggir á kjarnalausnum íslensku máltækniáætlunarinnar.

Með Bara tala gefst fyrirtækjum tækifæri til að þjálfa starfsfólkið sitt í íslensku með áherslu á orðaforða og setningar sem notast er við á vinnustöðum. Hjá Bara tala er áhersla lögð á hljóð, myndefni og talmál og eykur þar með orðaforða, hlustunarfærni og þjálfar aðfluttra í að tala íslensku.

Bara tala hlaut Menntasprotann árið 2024.

Appið er bara í boði fyrir fyrirtæki til kaups fyrir sitt starfsfólk en margir starfsmenntasjóðir taka þátt í niðurgreiðslu á appinu.

Rangárþing eystra hvetur fyrirtæki í sveitarfélaginu til að skoða þennan möguleika til íslensku kennslu fyrir sitt starfsfólk.