Skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings eystra

Rangárþing eystra óskar eftir að ráða öflugan og metnaðarfullan einstakling í starf skipulags- og byggingarfulltrúa.

Skipulags- og byggingarfulltrúi ber ábyrgð á skipulagsgerð í sveitarfélaginu í samræmi við lög nr.123/2010 og reglugerðir auk framkvæmdar opinbers byggingareftirlits í samræmi við gildandi lög nr. 160/2010 og reglugerðir. Viðkomandi heyrir beint undir sveitarstjóra og ber ábyrgð gagnvart sveitarstjóra í öllum störfum sínum og ákvörðunum. Um fjölbreytt starf er að ræða í sveitarfélagi þar sem mikil uppbygging á sér stað. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Yfirumsjón, framkvæmd og málsmeðferð skipulags- og byggingarmála í sveitarfélaginu.
  • Útgáfa framkvæmdaleyfa og eftirlit með að framkvæmdir séu í samræmi við skipulag og útgefin leyfi.
  • Yfirferð og samþykkt aðaluppdrátta, verkfræði- og séruppdrátta.
  • Gerð fjárhagsáætlana í samvinnu við skrifstofustjóra og sveitarstjóra.
  • Samskipti við hönnuði, verktaka og íbúa í tengslum við framkvæmdir í sveitarfélaginu.
  • Ábyrgð á og umsjón með útgáfu byggingarleyfa, vottorða og skráningu mannvirkja.
  • Umsýsla vegna stofnunar lóða og landskipta í sveitarfélaginu.
  • Undirbúningur nefndarfunda, lögformleg afgreiðsla erinda og eftirfylgni mála.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi s.s. byggingarfræði, verkfræði, tæknifræði eða arkitektúr.
  • Æskilegt er að umsækjandi uppfylli skilyrði 8. og 25. gr. mannvirkjalaga og 7. gr. skipulagslaga.
  • Góð þekking á lögum og reglugerðum tengdum byggingar- og skipulagsmálum er æskileg.
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg.
  • Reynsla af áætlanagerð, s.s. verk-, kostnaðar- og fjárhagsáætlanagerð.
  • Þekking og reynsla af stjórnun og rekstri er æskileg.
  • Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni.
  • Góð tölvukunnátta og reynsla af notkun One System, Navision og Autodesk er kostur.
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.

 

Umsóknarfrestur er til og með 5. júní 2023. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Nánari upplýsingar veita Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225.