Rangárþing eystra er Heilsueflandi samfélag.

Nú er verið að vinna að gerð Lýðheilsu- og forvarnarstefnu fyrir sveitarfélagið. Starfshópur um Heilsueflandi samfélag vill vanda sig við þessa vinnu og fá sem flest sjónarmið að borðinu. Við viljum því bjóða ykkur að taka þátt í að móta þessa stefnu með okkur. Til að byrja með viljum við finna framtíðarsýn og gildi sveitarfélagsins Rangárþings eystra sem Heilsueflandi samfélags.

Við biðjum ykkur því að taka þátt í könnuninni hér fyrir neðan og svara þessum tveimur spurningum.

Könnun um heilsueflandi samfélag

Fyrir hönd starfshóps um Heilsueflandi samfélag

Ólafur Örn Oddsson