Færslan hér fyrir neðan er sannarlega 1. apríl gabb 😃 Það er ekki gabb að fundirnir í félagsheimilunum gengu vel en það hafa alls engar ákvarðanir verið teknar og því er alls ekki komið að því að selja Hvolinn.

 

Félagsheimilið Hvoll selt

Sveitarstjórn Rangárþings eystra hélt fimm afar velheppnaða íbúafundi í síðastliðinni viku. Fundirnir voru haldnir í félagsheimilunum fimm í dreifbýlinu og var m.a. rætt um hvað gera ætti við félagsheimilin.

Eftir líflegar umræður og skoðunarferðir um félagsheimilin var sveitarstjórn ljóst að þessi húsnæði í dreifbýlinu gætu vel sinnt því hlutverki sem félagsheimilið Hvoll hefur sinnt hingað til, þ.e. miðstöð fyrir fundahöld, félagsstarf og viðburðahald.

Félagsheimilið Hvoll er án efa lang söluvænlegasta félagsheimilið m.t.t. staðsetningu og notkun og nú þegar hafa áhugasamir fjárfestar sett sig í samband við sveitarstjóra eftir að hafa setið fundina í vikunni.

Enn er verið að ganga frá auglýsingu um söluverð og afhendingardag en sú mun birtast í næstu Búkollu og í landsmiðlunum.

Þeim sem hafa áhuga á félagsheimilinu til kaups eða vilja fá nánari upplýsingar geta haft samband í gegnum netfangið hvolsvollur@hvolsvollur.is.