Barnaverndarþjónustur auglýsa eftir neyðarheimili.

 

Barnaverndarþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu í samstarfi við barnaverndarþjónustu Árborgar auglýsa eftir umsóknum frá fjölskyldum og/eða einstaklingum sem eru tilbúin til að veita börnum móttöku á einkaheimilum.

Í 84. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 kemur fram að barnaverndarþjónustur skulu hafa tiltæk úrræði til að veita börnum mótttöku í bráðatilvikum, til að tryggja öryggi þeirra.

Hlutverk neyðarheimilis er að taka á móti barni/börnum með stuttum fyrirvara til skemmri tíma eða í allt að þrjá mánuði. Leitað er eftir fólki sem hefur áhuga á velferð barna og er tilbúið að taka á móti þeim með stuttum fyrirvara og mæta breytilegum þörfum þeirra. Mikilvægt er að skapa þeim öruggar aðstæður með hlýju og nærgætni. Um er að ræða gefandi starf þar sem fjölskyldur fá tækifæri til að hlúa að börnum sem upplifað hafa erfiðar heimilisaðstæður.

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála veitir leyfi að undangenginni umsögn af hálfu barnaverndarþjónustu í umdæmi viðkomandi.

Reynsla og þekking af starfi með börnum er æskileg.

Aldurstakmark umsækjenda er 25 ára.

Áhugsamir sendi ferilskrá ásamt kynningarbréfi til Önnu Rutar Tryggvadóttur, teymisstjóra barnaverndarþjónustu Árborgar á netfangið annarut@arborg.is eða Ingu Jöru Jónsdóttur, teymisstjóra barnaverndar- og farsældarþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu á netfangið inga@felagsmal.is.

Farið er með allar persónuupplýsingar sem trúnaðarmál.

Sé frekari upplýsinga óskað eru þær veittar á framangreindum netföngum.

Umsóknarfrestur er til og með 28. apríl 2023.