Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga að deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.

 

Barkastaðir – nýtt deiliskipulag

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir tveimur byggingareitum, annars vegar 4.000 m² hótelbyggingu fyrir 90 gesti og hins vegar 1.500 m² starfsmannahús með möguleika á fastri búsetu. Hótelbyggingin skal vera á tveimur hæðum og allt að 11 m. miðað við gólfkóta jarðhæðar. Starfsmannahúsin eru á einni til tveimur hæðum og mænishæð allt að 7 m.

 

Álftavatn – nýtt deiliskipulag

Deiliskipulagstillagan nær til tveggja byggingarreita B1 og B2 í landi Álftavatns, L198192. Á byggingarreit B1 verður heimild fyrir 300 m² íbúðarhús, 500 m² hesthús og 500 m² skemmu. Hámarkshæð mænis verður allt að 8 m. Á byggingarreit B2 verður heimilt að byggja sex 80 m² gestahús og hámarks mænishæð verður 5 m. Tillagan gerir einnig ráð fyrir 3 ha. skógræktarsvæði við B2.

 

Ofangreindar tillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra, á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 27. mars 2024. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar og er athugasemdarfrestur veittur til og með 3.maí 2024. Athugasemdum skal skila í gegnum Skipulagsgáttina eða skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra að Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.

 

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra.

Barkastaðir – breyting á aðalskipulagi

Með aðalskipulagsbreytingunni er verið að breyta 15 ha. landi úr Barkastöðum sem er landbúnaðarland (L2) í verslunar- og þjónustusvæði (VÞ) undir hótel sem rúmar 90 gesti.

 

Hægt að nálgast skipulagstillöguna á heimasíðu Rangárþings eystra, á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar frá 27.mars 2024 með athugasemdarfrest til og með 3. maí 2024. Athugasemdum skal skila í gegnum Skipulagsgáttina eða skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, að Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.

 

F.h. Rangárþings eystra

Þóra Björg Ragnarsdóttir

Fulltrúi skipulags- og byggingarsviðs Rangárþings eystra