Þann 11. mars nk. verður ungmennafélagið Trausti 100 ára en það var einmitt stofnað þann 11. mars 1923. Til að halda upp á þennan merka dag mun ungmennafélagið bjóða upp á hátíðardagskrá að Heimalandi.

Húsið opnar klukkan 13:00 en klukkan 14:00 hefst eiginleg hátíðardagskrá þar sem boðið verður upp á barnaskemmtun, afhendingar á viðurkenningum, hátíðarræður og að sjálfsögðu drekkhlaðið afmæliskaffiborð.

Um kvöldið verður svo góð skemmtun sem hefst klukkan 21:00. Fyrst er það pubquiz og svo mun Guðrún Árný halda uppi fjörinu með samsöng eins og henni er einni lagið.

Allir eru hjartanlega velkomnir að fagna með umf. Trausta á þessum tímamótum.