Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.

Skeggjastaðir land 17 – Deiliskipulag

Tillagan tekur til landeignarinnar, Skeggjastaðir land 17, L199780. Gert verður ráð fyrir 150 m2 íbúðarhúsi ásamt 50 m2 geymslu, gestahúsi eða gróðurhúsi á 0,7 ha. svæði. Einnig verður heimilt að byggja 150 m2 skemmu eða útihús. Heildarbyggingarmagn er 350 m2 og mænishæð er allt að 6,0 m miðað við gólfkóta.

Deild – Deiliskipulag

Deiliskipulagið tekur til þriggja 500 m2 íbúðalóða við Deild. Á hverri lóð verður heimild fyrir allt að 150 m2 íbúðarhúsi, 100 m2 gestahúsi og 75 m2 skemmu eða gróðurhúsi. Hámarks mænishæð íbúðarhúss er 6,0 frá botnplötu en annarra húsa er 4,0 m. frá botnplötu.

Ofangreinda deiliskipulagstillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra, www.hvolsvollur.is, á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunnar og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 8. júní 2023. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemd til 19.júí 2023. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.

F.h. Rangárþings eystra

Þóra Björg Ragnarsdóttir

Aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa