Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru auglýstar eftirfarandi tillögur að deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.

Hemla 2 lóð – Deiliskipulagstillaga

Skipulagið nær til um 1,2 ha landspildu Hemlu 2 lóðar L211860 ásamt um 3 ha spildu sunna lóðarinnar úr landi Hemlu 2 L163948. Gert er ráð fyrir tveimur byggingarreitum. Á B1 er 45 m2 frístundahús sem heimilt er að stækka upp í allt að 80 m2. Á B2 er heimilt að byggja allt að 4 gestahús, hvert um sig allt að 20 m2.

Rauðsbakki – Deiliskipulagstillaga

Skipulagið gerir ráð fyrir 1000 m2 viðbyggingu við núverandi byggingu, á allt að tveimur hæðum, ásamt allt að 100 m2 af byggingum fyrir sauna, baðhús og aðra heilsutengda þjónustu. Hámarksbyggingarmagn á lóðinni verður 2400 m2 og hámarkshæð bygginga allt að 8,0m. Hæð núverandi húsa er 7,0m.

Ofangreindar deiliskipulagstillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra, www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 26. október nk. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 7. desember nk. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.

F.h. Rangárþings eystra

Guðmundur Úlfar Gíslason

Skipulags- og byggingarfulltrúi