338. fundur 15. maí 2025 kl. 12:00 - 12:40 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Sigríður Karólína Viðarsdóttir aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason varamaður
    Aðalmaður: Lilja Einarsdóttir
  • Elvar Eyvindsson varamaður
    Aðalmaður: Árný Hrund Svavarsdóttir
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
  • Sigurmundur Páll Jónsson yfirmaður tæknideildar
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Tómas Birgir Magnússon oddviti setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð.
Oddviti óskar eftir að bæta einu máli á dagsskrá máli númer 10 2503093 Aðalskipulag - Ytra-Seljaland, Bolavellir. Aðrir liðir færast eftir því.
Samþykkt með sjö samhjóða atkvæðum.

Í fundarsalnum sitja Anton Kári Halldórsson, Elvar Eyvindsson í fjarveru Árnýjar Hrundar Svavarsdóttur, Sigríður Karólína Viðarsdóttir, Guri Hilstad Ólason í fjarveru Lilju Einarsdóttur, Rafn Bergsson, Bjarki Oddsson, oddviti Tómas Birgir Magnússon sem stjórnar fundi. Margrét Jóna Ísólfsdóttir sem ritar fundargerð og Sigurmundur Páll Jónsson sem sér um tækni- og útsendingarmál.

1.Minnisblað sveitarstjóra; 15. maí 2025

2505037

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um helstu verkefni liðinna vikna.
Til máls tók: AKH
Lagt fram til kynningar.

2.Ársreikningur Rangárþings eystra 2024; seinni umræða

2505022

Endurskoðaður ársreikningur Rangárþings eystra 2024 lagður fram til seinni umræðu í sveitarstjórn. Einnig liggur fyrir fundi endurskoðunarskýrsla 2024.
Til máls tóku: AKH, RB, BO og TBM.

Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 520 m.kr. og niðurstaða A hluta var jákvæð um 410 m.kr. Eigið fé í árslok 2024 nam 3.901 m.kr. samkvæmt efnahagsreikningi fyrir A og B hluta og 3.612 m.kr. fyrir A hluta.
Handbærtfé frá rekstri A og B hluta var 914 m.kr. en 769 m.kr. í A hluta. Veltufjárhlutfall var 1,7 í A og B hluta og 1,286 í A hluta. Skuldir og skuldbindingar A og B hluta námu 2.606 m.kr. í árslok 2024 en 2.666 m.kr. í A hluta. Skuldahlutfall A og B hluta í árslok 2024 var 77,2% og skuldaviðmið 38,8% sem er langt undir 150% hámarki viðmiðunarreglna samkvæmt reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga.

Ársreikningur 2024 samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

3.Gatnagerð - Lyngmói / Höfðavegur

2502046

Auglýst var eftir tilboðum í verkið "Lyngmói/Höfðavegur" í apríl. Tvö tilboð bárust og þann 7. maí voru tilboðin opnuð á skrifstofu Rangárþings eystra að Austurvegi 4 að viðstöddum þeim bjóðendum sem það kusu.

Niðurstaða tilboða er eftirfarandi:

Gröfuþjónustan og Smávélar 67.961.700 kr

Stórverk ehf 72.374.380 kr



Kostnaðaráætlun verkkaupa hljóðaði upp á 63.457.770 kr.
Yfirferð verðtilboða og yfirferð á hæfisskilyrðum útboðs- og samningsskilmála hefur verið unnin af Verkfræðistofunni Eflu, f.h. Rangárþins eystra. Ekki voru gerðar neinar athugasemdir við hæfisskilyrði útboðs- og samningsskilmála. Sveitarstjóra er falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Smávélar ehf og Gröfuþjónustan á Hvolsvelli ehf.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

4.Framlög til úrbóta í aðgengismálum fatlaðs fólks

2505035

Lagt fram erindi Bergrisans þar sem sveitarfélög á Suðurlandi eru hvött til þess að sækja um framlag til Jöfnunarsjóðs til úrbóta í agðengismálum fatlaðs fólks.
Til máls tólk: AKH.
Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið. Rangárþing eystra hefur sl. ár sótt um styrki til aðgengismála og fengið. Sveitarstjórn felur skipulags- og byggingarfulltrúa að sækja um styrkinn og halda utan um verkefnið f.h. sveitarfélagsins.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

5.Aðalskipulag - Miðeyjarhólmur

2404212

Með aðalskipulagsbreytingunni er verið að taka um 150 ha úr landbúnaðarlandi (L1 og L2) í skógræktarsvæði (SL).

Við yfirferð Skipulagsstofnunar, dags. 9. apríl 2025, er gerð athugasemd við aðalskipulagsbreytinguna, að með breytingunni sé sveitarfélagið að slíta gott og úrvalslandbúnaðarland og að sveitarfélagið skuli taka afstöðu til 5. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Með tilliti til stefnu ríkisins um að binda kolefni tekur sveitarfélagið jákvætt í að skógrækt verði heimiluð á svæðinu. Nefndin telur að breytingin hafi ekki áhrif á nálægð landbúnaðarsvæði og nýtingu þeirra. Einnig er takmörkuð eftirspurn eftir landi til kornræktar auk þess að hægt er að endurheimta land til jarðræktar eftir skógrækt með tilkostnaði. Skipulags- og umhverfisnefnd telur að stærð svæðisins sé eftir þörf og ítrekar að framkvæmdin sé áfangaskipt og að sveitarfélagið hafi heimild á að úttekt fari fram áður en framkvæmdir hefjast og því ljóst að ræktunin sé til nokkurra ára.

Samþykkt af BO, TBM, EE, SÞÞ og GO. GHO situr hjá við afgreiðslu málsins. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði send aftur til Skipulagsstofnunar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir tillöguna og að hún verði aftur send til Skipulagsstofnunnar og afgreidd í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

6.Merkjalýsing - Núpsbakki 4

2504011

Núpsbakki 2,L178799 eru tveir skikar sem nú er verið að stofna nýtt landnúmer fyrir syðri skikann. Hin nýja spilda verður 135107 m² að stærð og lagt er til að spildan fái staðfangið Núpsbakki 5.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og leggur til við sveitarstjórn að þau verði samþykkt ásamt nýju staðfangi.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar ásamt hinu nýja staðfangi. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

7.Merkjalýsing - Rauðuskriður

2503101

Verið er að stofna nýja lóð undir gestahús að Rauðuskriðum, L164057. Hin nýja lóð verður 8846,7 m² og fær staðfangið Rauðuskriður 2.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og leggur til við sveitarstjórn að þau verði samþykkt ásamt nýju staðfangi.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar ásamt hinu nýja staðfangi. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

8.Merkjalýsing - Bergþórshvoll 2

2503029

Verið er að stofna nýja lóð undir íbúðarhús að Bergþórshvoli, L163930. Hin nýja lóð verður 15140,9 m² og fær staðfangið Bergþórshvoll 2.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og leggur til við sveitarstjórn að þau verði samþykkt ásamt nýju staðfangi.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar ásamt hinu nýja staðfangi. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

9.Merkjalýsing - Bergþórshvoll 3

2504025

Verið er að stofna nýja lóð undir íbúðarhús að Bergþórshvoli, L163930. Hin nýja lóð verður 31988,59 m² og fær staðfangið Bergþórshvoll 3.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og leggur til við sveitarstjórn að þau verði samþykkt ásamt nýju staðfangi.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar ásamt hinu nýja staðfangi. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

10.Aðalskipulag - Ytra-Seljaland, Bolavellir

2503093

Breytingin tekur til 5 ha svæðis úr Ytra-Seljalandi sem verður breytt úr landbúnaðarlandi (L1) í verslunar- og þjónustusvæði (VÞ). Aðalskipulagslýsingin var send til lögbundinna umsagnaraðila og kynnt frá 14. mars til og með 4. apríl 2025. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem benti á misræmi í gögnum, bent var á að taka skyldi mið af umfangi og fyrirhugaðri starfsemi vegna fráveitu ásamt því að gera athugasemd við framlagðan núllkost í umhverfismatsskýrslu. Að mati Náttúruverndarstofnunar getur tillagan haft neikvæð áhrif á landslag og leggur til að sett verði skýr skilyrði til að draga úr neikvæðum áhrifum. Vegagerðin bendir á að allar tengingar við þjóðvegi séu háðar þeirra leyfi, óskar eftir að samgöngumat verði unnið fyrir svæðið ásamt því að benda á að taka tillit til hættu vegna flóða í farvegi Markarfljóts. Skipulagsstofnun bendir m.a. á að gera þurfi grein fyrir forsendum þess að skilgreina ný svæði fyrir ferðaþjónustu t.d. með því að taka saman fjölda gistirýma á svæðinu. Brugðist hefur verið við ofangreindum athugasemdum í aðalskipulagsbreytingunni, t.d. með því að gera grein fyrir áhrifum á landslag, forsendum uppbyggingar og fjallað ítarlegar um 5. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagslýsingin verði send til Skipulagsstofnunar til yfirferðar fyrir auglýsingu skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur einnig til að aðalskipulagsbreytingin og deiliskipulagstillaga verði auglýst samhliða ásamt að fara fram á að samgöngumat fyrir svæðið, frá Markarfljóti til og með Sandhólmavegi verði unnið samhliða deiliskipulagstillögunni.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir framkomna tillögu. Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði send til Skipulagsstofnunnar til athugaunar fyrir auglýsingu í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

11.Aðalskipulag - Seljalandssel

2501025

Með aðalskipulagslýsingunni er gert ráð fyrir að frístundasvæðið F36 og verði að verslunar- og þjónustusvæði á jörðinni Seljalandssel.

Aðalskipulagslýsingin var send til lögbundinna umsagnaraðila og kynnt frá 14. mars til og með 4. apríl 2025. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem benti á misræmi í gögnum, bent var á að taka skyldi mið af umfangi og fyrirhugaðri starfsemi vegna fráveitu ásamt því að gera athugasemd við framlagðan núllkost í umhverfismatsskýrslu. Að mati Náttúruverndarstofnunar getur tillagan haft neikvæð áhrif á landslag og leggur til að sett verði skýr skilyrði til að draga úr neikvæðum áhrifum. Vegagerðin bendir á að allar tengingar við þjóðvegi séu háðar þeirra leyfi, óskar eftir að samgöngumat verði unnið fyrir svæðið ásamt því að benda á að taka tillit til hættu vegna flóða í farvegi Markarfljóts. Skipulagsstofnun bendir m.a. á að gera þurfi grein fyrir forsendum þess að skilgreina ný svæði fyrir ferðaþjónustu t.d. með því að taka saman fjölda gistirýma á svæðinu.

Brugðist hefur verið við ofangreindum athugasemdum í aðalskipulagsbreytingunni, t.d. með því að gera grein fyrir áhrifum á landslag, forsendum uppbyggingar og fjallað ítarlegar um 5. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Landeigandi að Syðri-Rotum gerir athugasemdir við framlagða lýsingu, uppbyggingin muni rýra þeirra hagsmuni ásamt stóru umfangi tillögunnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagslýsingin verði send til Skipulagsstofnunar til yfirferðar fyrir auglýsingu skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur einnig til að aðalskipulagsbreytingin og deiliskipulagstillaga verði auglýst samhliða ásamt að fara fram á að samgöngumat fyrir svæðið, frá Markarfljóti til og með Sandhólmavegi verði unnið samhliða deiliskipulagstillögunni.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði send til Skipulagsstofnunnar til athugaunar fyrir auglýsingu í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

12.Deiliskipulag - Kirkjulækjarkot Bakki 1

2405066

Deiliskipulagstillagan tekur til 2 ha lóðar í landi Kirkjulækjarkots, Bakki 1. Heimilt verður að byggja fimm byggingar á lóðinni, s.s. íbúðarhús, gestahús, skemmu, gróðurhús eða gripahús, hámarksbyggingarmagn er allt að 1000 m² og hámarkshæð húsa er 6,5 m miðað við gólfkóta.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða.

13.Deiliskipulag - Langanesbyggð (frá 1995-2002)

2404183

Deiliskipulagsbreytingin tekur til 40 lóða við Langanesbyggð, F1. Heimilt verður að reisa allt að 4 hús, eitt frístundarhús, gestahús, geymslu og gróðurhús. Mænisstefna og húsgerðir eru frjálsar en hámarkshæð byggingar er 5 m. Hámarksbyggingarmagn er allt að 300 m² á hverri lóð. Með deiliskipulagsbreytingunni falla gildandi deiliskipulög úr gildi.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við framlagða tillögu og leggur til við sveitarstjórnað tillagan verði kynnt fyrir lóðarhöfum og auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

14.Deiliskipulag - Ytri-Skógar, tjaldsvæði og bílastæði

2411077

Deiliskipulagstillagan nær til afþreyingar- og ferðamannasvæðis (AF53) við Ytri-Skóga. Tillagan tekur til 7,5 ha tjaldsvæðis, þar sem gert er ráð fyrir aðstöðuhúsi, bílastæðum fyrir húsbíla, leiksvæðum og salernisaðstöðu. Breytingin tekur einnig til stækkunar á lóðum við Skógarfossveg 2 til 7 (Fosstún í deiliskipulagstillögunni) auk þess að ferðþjónustulóðir sunnan við félagsheimili Fossbúðar verði felld úr gildi og í staðinn er gert ráð fyrir stækkun á núverandi bílastæði.

Deiliskipulagsbreytingin var kynnt fyrir lóðarhöfum, send til lögbundinna umsagnaraðila og auglýst frá 17.febrúar til og með 3. apríl 2025. Brunavarnir Rangárvallasýslu benda á að burðaþol aðkomuleiða skuli vera 32 tonn og að trjágróður skuli ekki hindra aðkomuleiðir. Vegagerðin bendir á að æskilegt er að hafa nýja vegtenginu eins fjarri Hringvegi og kostur er og að túntengingin á móti er óæskileg og það þurfi að loka túntengingunni með hliði og fjarlægja plan. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerir ekki athugasemd við tillöguna. Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur leggja til að bæta útsýni að Skógafossi með grisjun á skógrækt við tjaldsvæðið. Rangárþing ytra gerir ekki athugasemd við tillöguna.

Náttúruverndarstofnun fagnar áformunum en bendir á að tillaga um afmörkun jaðarsvæðis þyrfti að koma fram á uppdrættinum, hönnun bygginga skuli taka tillit til sérstakrar verndar við Skógafoss. Stofnunin fjallar einnig um mengun út frá fráveitu, efnaval við þrif, vatnaáætlun 2022-2027 og að lokum er óskað eftir samvinnu við sveitarfélagið um endurheimt náttúrulegrar ásýndar innan marka friðlýsta svæðisins.

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir með ofangreindum umsögnum, túntengingin verður lokuð og læst en bendir á að umrætt plan í umsögn Vegagerðarinnar er rúllustæði. Nefndin tekur undir að áframhaldandi samvinna sveitarfélagsins og Náttúruverndarstofnunar skuli miðast að endurheimt friðlýsta svæðisins.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði send til Skipulagsstofnunar og afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

15.Deiliskipulag - Ormsvöllur og Dufþaksbraut

2401053

Um er að ræða breytingu á gildandi deiliskipulagi athafnasvæðis við Ormsvöll og Dufþaksbraut. Núverandi hesthúsalóðir eru víkjandi og er áformað að breyta lóðum í atvinnulóðir um leið og lóðum er fækkað og þær stækkaðar. Gert er ráð fyrir hringtorgi á gatnamótum Ormsvalla og Hlíðarvegar og hefur það áhrifá Ormsvöll 27 og Hlíðarveg 16. Hámarkshæð húsa fer úr 6 m í 7 m.

Deiliskipulagsbreytingin var auglýst frá 17. febrúar til og með 3. apríl 2025. Umsagnri bárust frá lögbundunum umsagnaraðilum en engar athugasemdir voru gerðar. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði send til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

16.Framkvæmdarleyfi - Hitaveitulögn frá Djúpadal að Hvolsvelli

2504009

Veitur ohf. óska eftir framkvæmdarleyfi fyrir endurnýjun á hitaveitulögn frá Djúpadal að Hvolsvelli. Framkvæmdin er áfangaskipt en til stendur að svera lögnina frá Djúpadal að Stórólfsvelli, L235053, í sumar. Sumarið 2026, stendur til að svera lögnina frá Stórólfsvelli að kyndistöðinni á Hvolsvelli.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdarleyfi verði veitt.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

17.Byggðarráð - 278

2504009F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 278. fundar byggðarráðs.
Fundargerð staðfest í heild sinni.

18.Bergrisinn; 84. fundur stjórnar - 25.04.25

2505029

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 84. fundar stjórnar Bergrisans.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

19.Opið bréf til sveitarstjórna - skaðsemi vindorkuvera

2504074

Lagt fram til kynningar opið bréf til sveitarstjórna um skaðsemi vindorkuvera.
Lagt fram til kynningar.

20.Heilbrigðiseftirlit; Jarðboranir eru starfsleyfisskyldar

2505034

Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits suðurlands þar sem vakin er athygli á því að ef markmiðið er að uppfylla skilyrði laga og reglugerða um mengunarvarnir þarf að líta til umfangs borverkanna, hversu stórt bortækið er og hversu miklar líkur séu á umtalsverðum umhverfisáhrifum þá er ljóst að þau hljóti að teljast starfsleyfisskyld, jafnvel þó að í gildi sé rannsóknarleyfi. Einnig er vakin athygli á að rannsóknarleyfi til jarðborana eru ekki leyfi til jarðborana enda kemur slíkt fram í umsókn um rannsóknarleyfi.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:40.