2411077
Deiliskipulagstillagan nær til afþreyingar- og ferðamannasvæðis (AF53) við Ytri-Skóga. Tillagan tekur til 7,5 ha tjaldsvæðis, þar sem gert er ráð fyrir aðstöðuhúsi, bílastæðum fyrir húsbíla, leiksvæðum og salernisaðstöðu. Breytingin tekur einnig til stækkunar á lóðum við Skógarfossveg 2 til 7 (Fosstún í deiliskipulagstillögunni) auk þess að ferðþjónustulóðir sunnan við félagsheimili Fossbúðar verði felld úr gildi og í staðinn er gert ráð fyrir stækkun á núverandi bílastæði.
Deiliskipulagsbreytingin var kynnt fyrir lóðarhöfum, send til lögbundinna umsagnaraðila og auglýst frá 17.febrúar til og með 3. apríl 2025. Brunavarnir Rangárvallasýslu benda á að burðaþol aðkomuleiða skuli vera 32 tonn og að trjágróður skuli ekki hindra aðkomuleiðir. Vegagerðin bendir á að æskilegt er að hafa nýja vegtenginu eins fjarri Hringvegi og kostur er og að túntengingin á móti er óæskileg og það þurfi að loka túntengingunni með hliði og fjarlægja plan. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerir ekki athugasemd við tillöguna. Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur leggja til að bæta útsýni að Skógafossi með grisjun á skógrækt við tjaldsvæðið. Rangárþing ytra gerir ekki athugasemd við tillöguna.
Náttúruverndarstofnun fagnar áformunum en bendir á að tillaga um afmörkun jaðarsvæðis þyrfti að koma fram á uppdrættinum, hönnun bygginga skuli taka tillit til sérstakrar verndar við Skógafoss. Stofnunin fjallar einnig um mengun út frá fráveitu, efnaval við þrif, vatnaáætlun 2022-2027 og að lokum er óskað eftir samvinnu við sveitarfélagið um endurheimt náttúrulegrar ásýndar innan marka friðlýsta svæðisins.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir með ofangreindum umsögnum, túntengingin verður lokuð og læst en bendir á að umrætt plan í umsögn Vegagerðarinnar er rúllustæði. Nefndin tekur undir að áframhaldandi samvinna sveitarfélagsins og Náttúruverndarstofnunar skuli miðast að endurheimt friðlýsta svæðisins.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði send til Skipulagsstofnunar og afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Oddviti óskar eftir að bæta einu máli á dagsskrá máli númer 10 2503093 Aðalskipulag - Ytra-Seljaland, Bolavellir. Aðrir liðir færast eftir því.
Samþykkt með sjö samhjóða atkvæðum.
Í fundarsalnum sitja Anton Kári Halldórsson, Elvar Eyvindsson í fjarveru Árnýjar Hrundar Svavarsdóttur, Sigríður Karólína Viðarsdóttir, Guri Hilstad Ólason í fjarveru Lilju Einarsdóttur, Rafn Bergsson, Bjarki Oddsson, oddviti Tómas Birgir Magnússon sem stjórnar fundi. Margrét Jóna Ísólfsdóttir sem ritar fundargerð og Sigurmundur Páll Jónsson sem sér um tækni- og útsendingarmál.