332. fundur 12. desember 2024 kl. 12:00 - 13:34 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Sigríður Karólína Viðarsdóttir aðalmaður
  • Árný Hrund Svavarsdóttir aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
  • Sigurmundur Páll Jónsson yfirmaður tæknideildar
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Oddviti setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð.
Í fundarsalnum sitja Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri,Sigríður Karólína Viðarsdóttir, Árný Hrund Svavarsdóttir, Lilja Einarsdóttir, Rafn Bergsson, Bjarki Oddsson, og oddviti Tómas Birgir Magnússon. Margrét Jóna Ísólfsdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri sem ritar fundargerð og Sigurmundur Jónsson sem sér um upptöku og útsendingarmál.

1.Minnisblað sveitarstjóra; 12. desember 2024

2412020

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um helstu verkefni liðinna vikna.
Til máls tóku: AKH.
Lagt fram til kynningar.
Hlé gert á fundi 12:37.

2.Fjárhagsáætlun 2025-2028; seinni umræða

2412017

Fjárhagsáætlun 2025-2028 lögð fram til seinni umræðu. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri fer yfir helstu niðurstöður áætlunarinnar og kynnir útdrátt úr greinargerð með fjárhagsáætlun.
Til máls tóku: AKH, LE, BO og TBM.

Áætlun 2025 gerir ráð fyrir fjárfestingum að heildarupphæð 543.483.000 kr með fjárfestingum byggðarsamlaga að upphæð 74.483.000.
Áætlaðar heildartekjur Rangárþings eystra 2025 (aðalsjóðs, A- og B hluta) nema alls 3,7 milljörðum króna. Heildarútgjöld án fjármagnsliða eru áætluð 3,25 milljarðar króna. Reiknaðar afskriftir 190 milljónir kr. Veltufé frá rekstri 574 milljónir.
Niðurstaða ársins 2025 án fjármagnsliða er áætluð 297 milljónir. Rekstrarniðurstaða 2025 jákvæð um 174.108 milljónir.
Í eignfærða fjárfestingu er varið...... 543 mkr.
Afborgun lána.......................... 144,5 mkr.
Tekin ný langtímalán................... 135,9 mkr.
Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 2.553 mkr.
Eigið fé er áætlað í árslok............ 3.760 mkr.

Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2025-2028. Ljóst er samkvæmt áætluninni að rekstur sveitarfélagsins til er í góðu jafnvægi til næstu ára. Áætlun næsta árs gerir ráð fyrir jákvæðri rekstarniðurstöðu A hluta um 148 milljónir, jákvæð niðurstaða A hluta er grunnur að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga. Áætlunin gerir ráð fyrir að samstæðan það er bæði a og b hluti skili 174 milljónum í rekstarafgang. Áætlun 2025 gerir ráð fyrir að skuldahlutfall næsta árs verði 68,2% og skuldaviðmið 47%.
Sveitarstjórn vill koma á framfæri þakklæti til fjármálastjóra, forstöðumanna stofnana sveitarfélagsins auk annarra starfsmanna sem komu að gerð áætlunarinnar.

Fjárhagsáæltun 2025-2028 samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Bókun b-lista:
Fulltrúar B-lista taka undir þakkir sveitarstjóra til allra starfsmanna og kjörinna fulltrúá sveitarfélagsins sem hafa lagt á sig mikla vinnu við gerð fjárhagsáætlunar árið 2025 sem og þriggja ára áætlunar.
Áætlunin lítur vel út og getum við að langmestu leiti vel við unað og náðist þverpólitísk samstaða um flest allt sem í áætluninni er.
Eins og sveitarstjóri minntist á á kynningu á greinargerð áætlunarinnar voru haldnir fundir með sveitarsjórn og erum við fulltrúar B-lista þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í þeirri vinnu. Að okkar mati hefði þó mátt skipuleggja fundina betur og með betri fyrirvara svo allir fulltrúar hefðu getað gert ráðstafanir til að mæta á þá fundi sem fyrirhugaðir voru. Einnig var vinnan að okkar mati dálítið endasleppt, en að loknum síðasta fundi sem haldinn var, var talað um að boða til næsta fundar, en það boð kom aldrei. Áætlunina fengum við svo tilbúna í útsendum fundargögnum í aðdraganda þessa fundar.
Vinnan við áætlunina gekk þó heilt nokkuð vel.
Á milli umræðna bentum við fulltrúar B-lista á að veltufjárhlutfallið væri helst til lágt, eða 1,08 en tekið var tillit til þess og hefur tekið breytingum ámilli umræðna og nemur nú 1.26 sem má vel við una.
Kemur það fyrst og fremst til vegna lækkunar á fjárfestingu sem nemur 35 milljónum og hækkun á tekjum vegna gatnagerðargjalda sem voru vanáætlaðar við fyrri umræðu. Einnig bættust inn liðir eins og gatnagerð að kostnaðarmati uppá 38 milljónir að Austurvegi 19 sem ekki hafði fengið nokkra umfjöllun. Hins vegar er gert ráð fyrir tekjum á móti þeim lið svo það hefur ekki áhrif á upphæð fjárfestinaáætlunar í heild sinni. Engu að síður þarf að taka umræðu og ákvörðun um að fara í slíka framkvæmd að okkar mati.
Inn í fjárfestingaráætlun höfðu verið settar 50 milljónir vegna hálfs gerfigrasvallar. Engin umræða hafði farið fram í sveitarstjón um að tóna niður framkvæmdir við gerfigrasvöll en þar hafði meirihlutinn einhliða ákveðið að fara í gerð hálfs gerfigrasvallar á æfingasvæði og áætla í það 50 milljónir á árinu 2025.
Við fulltrúar B-lista óskuðum eftir því að gert yrði kostnaðarmat á mun á heilum og hálfum gerfigrasvelli ? en það mat hafði ekki farið fram. Auk þess fannst okkur afar mikilvægt að fá fleiri að borðinu við þessa mikilvægu ákvörðun enda er hún algerlega á skjön við þá niðurstöðu sem kom út úr þarfagreiningu sem Heilsu-, íþrótta og æskulýðsnefnd lét gera í upphafi tímabils. Nauðsynlegt er að umræða fari fram með hlutaðeigandi aðilum hvort forsendur hafi breyst og mjög mikilvægt að sátt ríki um þá framkvæmd sem ákveðið verði að fara í.
Við söknum einnig liðs í áætlun sem við töldum að náðs hafi samstaða um, að hefja vinnu við fyrsta áfanga í hjólreiðastíg á milli Hellu og Hvolsvallar, en rætt var á fundi að fyrsti áfangi yrði að Sólheimum og þannig myndi hinn mikið notað Sólheimahringur lokast svo íbúar þyrftu ekki að ganga eða hjóla á þjóðvegi 1, á hluta hringsins. Vegagerðin hefur þegar samþykkt að styrkja það verkefnið.
Enn eitt er líka vert að taka hér fram að gott hefði verið á vinnutímanum að taka saman lista yfir öll þau verkefni sem afgreidd hafa verið á árinu með bókun og vísað til vinnu við fjárhagsáætlunargerð. Eftir því inntum við í upphafi vinnunnar ? en það er von okkar að þó listinn hafi ekki verið tekinn samn og fjallað um hann sérstaklega að tekið hafi verið tillit til slikra mála svo erindi sem fengu slíka afgreiðslu fái lúkningu.
Annars þökkum við fyrir samvinnu við gerð áætlunarinnar.
Fulltrúar B-lista
Bjarki Oddsson
Lilja Einardóttir
Rafn Bergsson


Fundur hefst aftur 12:53.

3.Gjaldskrá vatnsveita 2025

2411094

Lögð fram gjaldskrá vatnsveitu Rangárþings eystra 2025. Tillaga er um að vatnsgjald lækki úr 0,18% af í 0,16% af fasteignamati húsa, sem tengst geta vatnsveitu. Tillaga er um að aðrir liðir í gjaldsrká hækki um 3,5%.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá vatnsveitu 2025.

4.Gjaldskrá fráveita 2025

2411089

Lögð fram gjaldskrá fráveitu Rangárþings eystra 2025. Tillaga er um að vatnsgjald lækki úr 0,2% af í 0,18% af fasteignamati húsa, sem tengjast fráveitu í þéttbýli. Tillaga er um að aðrir liðir í gjaldsrká hækki um 3,5%.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá fráveitu 2025.

5.Gjaldskrá Skógarveita 2025

2411088

Lögð fram gjaldskrá Skógarveitu 2025. Tillaga er um 3,5% hækkun á gjaldskrá.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá Skógaveitu 2025.

6.Reglur um afslátt af fasteignaskatti

2411096

Lögð fram tillaga að reglum um tekjutengdan afslátt eldriborgara og öryrkja af fasteignaskatti 2025.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða reglur um tekjutengdan afslátt eldriborgara og öryrkja af fasteignaskatti 2025.

7.Gjaldskrá Íþróttamiðstöð 2025

2411085

Lögð fram tillaga að gjaldskrá íþróttamiðstöðvar 2025.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá íþróttamiðstöðvar 2025.

8.Gjaldskrá og reglur fyrir skólaskjól Hvolsskóla 2025

2411086

Lögð fram gjaldskrá og reglur fyrir skólaskjól Hvolsskóla 2025. Tillaga er um 2,5% hækkun á gjaldskrá.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða reglur og gjaldskrá fyrir skólaskjól Hvolsskóla 2025.

9.Gjaldskrá leikskóla 2025

2411087

Lögð fram gjaldskrá fyrir leikskólan Ölduna 2025. Tillaga er um 2,5% hækkun á gjaldskrá.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá leikskólans Öldunnar 2025.

10.Gjaldskrá fyrir kattahald 2025

2411090

Lögð fram gjaldskrá fyrir kattahald 2025. Tillaga er um 3,5% hækkun á gjaldskrá.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá fyrir kattahald 2025.

11.Gjaldskrá fyrir hundahald 2025

2411091

Lögð fram gjaldskrá fyrir hundahald 2025. Tillaga er um 3,5% hækkun á gjaldskrá.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá fyrir hundahald 2025.

12.Gjaldskrá fjallaskála 2025

2411092

Lögð fram gjaldskrá fyrir fjallaskála 2025. Tillaga er um 3,5% hækkun á gjaldskrá.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá fyrir fjallaskála 2025.

13.Gjaldskrá félagsheimila 2025

2411093

Lögð fram gjaldskrá fyrir félagsheimili 2025. Tillaga er um 3,5% hækkun á gjaldskrá.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá fyrir félagsheimili 2025.

14.Gjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúa 2025

2412012

Lögð fram gjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúa 2025.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúa 2025.

15.Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2024

2412004

Byggðarráð samþykkti á fundi sínum þann 5. desember 2024, fyrir sitt leiti viðauka 3 við fjárhagsáætlun Rangárþings eystra með þremur samhljóða atkvæðum og lagði til við sveitarstjórn að hann yrði samþykktur.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðauka 3 við fjárhagsáæltun.
Fylgiskjöl:

16.Bergrisinn; Breytingar á samþykktum

2412013

Lagðar fram tillögur að breytingum á samþykktum Bergrisans bs. í fyrri umræðu.
Lagt til að vísa tillögu til breytinga á samþykktum Bergrisans bs. til seinni umræðu í sveitarstjórn.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

17.Erindisbréf jafnréttisráðs Rangárþings eystra

2411022

Lagt fram til samþykktar erindisbréf jafréttisráðs Rangárþings eystra.
Til máls tóku: LE og ÁHS.
Sveitarstjórn samþykkir erindisbréf jafnréttisráðs Rangárþings eystra.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

18.Markaðs- og menningarnefnd; Breytingar á erindisbréfi

2412015

Lagðar fram breytingar á erindsbréfi Markaðs og menningarnefndar.
Sveitarstjórn samþykkir breytingar á erindisbréfi Markaðs- og menningarnefndar, með þeim breytingum sem lagðar eru til.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

19.Heilsu- íþrótta- og æskulýðsnefnd; Breytingar á erindisbréfi

2412014

Lagðar fram breytingar á erindsbréfi Heilsu- íþrótta- og æskulýðsnefndar.
Til máls tóku: AKH.
Sveitarstjórn samþykkir breytingar á erindisbréfi Heilsu- íþrótta- og æskulýðsnefndar með þeim breytingum sem lagðar eru til.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

20.Landskipti - Draumaland

2411016

Landeigandi óskar eftir að stofna lóð úr landi Draumalands, L191987 samkvæmt meðfylgjandi merkjalýsingu.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að landskiptunum verði hafnað þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og hafnar landskiptum að svo stöddu.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

21.Landskipti - Bollakot

2412003

Landeigandi óskar eftir að stofna nýja landeign úr upprunalandinu Bollakot, L163995. Hin nýja landeign verður 19124,8 m² og fær staðfangið Bollakot 2.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að landskiptin verði samþykkt ásamt hinu nýja staðfangi.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir landskiptin og hið nýjastaðfang.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

22.Aðalskipulag - breyttir skilmálar í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2020-2032

2405065

Um er að ræða breytingu á skilmálum aðalskipulags Rangárþings eystra um áfangaskiptingu framkvæmda. Skipulagsstofnun veitti umsögn um skilmálabreytingu Rangárþings eystra í dreifbýli ásamt því að heimila að auglýsa breytinguna.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að skipulagsbreytingn verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

23.Deiliskipulag - Vin, úr landi Hvamms

2411014

Landeigandi óskar eftir heimild til deiliskipulagsgerðar að Vin, L232944 úr landi Hvamms. Fyrirhuguð áform er að byggja þrjú íbúðarhús á landeigninni.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og heimilar deiliskipulagsgerð að Vin.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

24.Deiliskipulag - Sýslumannstún

2411075

Lóðarhafi óskar eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Hlíðarveg 17 eða Sýslumannstún. Heimilt verður að byggja við íbúðarhúsið ásamt bæta við aukahúsi á byggingarreit E2. Mænishæð er í samræmi við núverandi hús og heimilt er að gera kjallara. Skipulagssvæðið minnkar meðfram Hlíðar- og Nýbýlavegi.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við breytingu á deiliskipulagi en leggur til að aðkomuleið verði bætt við frá Nýbýlavegi. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að breytinga á gildandi deiliskipulagi verði auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

25.Deiliskipulag - Strönd 1a

2405075

Deiliskipulagstillagan nær til 6 ha svæðis jarðarinnar Strönd 1a, L220959. Heimilt verður að byggja allt að 500 m² íbúðarhús, 150 m² starfsmannahús, 800 m² hesthús ásamt reiðhöll og 400 m² skemmu. Hámarkshæð íbúðarhúsa er allt að 5 m en landbúnaðarbygginga allt að 7 m. Einnig er gert ráð fyrir skeiðvelli á svæðinu.

Við yfirferð Skipulagsstofnunar, dags. 14. nóvember 2024, voru gerðar athugasemdir varðandi uppbygginguna en stofnunin telur að fyrirhuguð uppbygging sé í ósamræmi við ákvæði aðalskipulags í töflu 1 en á tillögunni kemur fram að jörðin Strönd 1a samanstandi af tveimur skikum en skipulagssvæðið nái til 6 ha lands. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að landeignin Strönd 1a er 60 ha að stærð og því er byggingarmagn innan heimildar aðalskipulags þó svo að skipulagsvæðið sé minna. Nefndin telur einnig að staðsetning henti vel þar sem uppbyggingin er í grennd við önnur mannvirki og því verið að horfa til þess að halda samfellu á landbúnaðarlandi. Kvöð um aðkomu hefur ekki verið þinglýst en skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við landeigendur á svæðinu að aðkomunni verði þinglýst.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd og auglýst í B-deild stjórnartíðinda skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að framlögð deiliskipulagsbreyting verði afreidd og auglýst í B-deild stjórnartíðinda skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

26.Aðalskipulag - Brú

2309074

Með aðalskipulagsbreytingunni er gert ráð fyrir frístundabyggð með allt að 40 frístundarlóðum eða 46 ha, verslunar- og þjónustusvæðið fer úr 3 ha. í allt að 42,7 ha. að stærð fyrir veitingarekstur, gestahús og hótel fyrir allt að 85 gesti.

Aðalskipulagsbreytingin var auglýst frá 21. júní 2024 en athugasemdafrestur var framlengdur til og með 4. október 2024. Umsagnir bárust frá lögbundnum umsagnaraðilum þar sem Náttúrufræðistofnun ítrekar fyrri umsögn en stofnunin fjallar um umtalsvert tap og uppbrot á búsvæðum fugla á svæðinu. Umhverfisstofnun bendir á að fjalla þurfi um áhrif tillögunnar í samræmi við lög nr. 36/2011 um stjórn vatnamála og vatnaáætlun 2022-2027 og Umhverfisstofnun tekur undir með Náttúrufræðistofnun Íslands um að vernda skuli fugla á svæðinu. Vegagerðin kemur ekki til með að taka þátt í kostnaði hávaðavarna þar sem kröfur um öryggi eru ekki virtar og að ekki skuli staðsetja frístundahús nær stofn- og tengivegum en 100 m og ekki þjóðvegum eða almennum vegum en 50 m eins og fjallað er um í aðalskipulagi. Afmarka skuli svæðið sem staðsett er í aðalskipulagi ásamt veghelgunarsvæði. Veðurstofa Íslands bendir á að fjalla þurfi nánar um mögulega flóðahættu og viðbrögð vegna mögulegra náttúruhamfara. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerir ekki athugasemd. Brugðist hefur verið við ofangreindum athugasemdum með ítarlegri umfjöllun um landsskipulagsstefnu, fjallað er um vatnaáætlun en nánar hefur verið fjallað um mögulegar náttúruhamfarir á svæðinu. Nefndin telur einnig að umsögn Vegagerðarinnar eigi ekki við að öllu leyti. Engin umsögn barst frá Minjastofnun Íslands en á svæðinu eru skráðar fornminjar sem hafa verið afmarkaðar í deiliskipulagi. Verslunar- og þjónustusvæðið hefur verið minnkað úr 42,7 ha í 17,5 ha eftir auglýsingu.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði send til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og afgreidd skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og að aðalskipulagsbreytingin verði send til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og afgreidd skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

27.Deiliskipulag - Brú

2305071

Deiliskipulagstillagan nær yfir þrjú svæði, frístundarbyggð, hótelbyggingu og býlið sjálft. Frístundarsvæðið gerir ráð fyrir 40 lóðum þar sem heimilt verður að byggja frístundarhús á einni hæð með risi, ásamt gestahúsi, geymslu og gróðurhúsi. Hámarkshæð frístundahúsa verður 6,5 m en húsagerðir eru frjálsar að öðru leyti. Einnig er gert ráð fyrir um 2.500 m2 hótelbyggingu og hámarkshæð verður allt að 6 m. Ekki er gert ráð fyrir stækkunarmöguleikum fyrir þegar byggð mannvirki við Brú.

Tillagan var auglýst frá 21. júní 2024 en athugasemdafrestur var framlengdur til og með 4. október 2024. Lögbundnir umsagnaraðilar fjölluðu um tillöguna en Minjastofnun gerir engar athugasemdir en fornminjar hafa verið afmarkaðar. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerir athugasemd þar sem afmörkun vatnsverndarsvæðis er ekki afmörkuð og huga skuli að staðsetningu vatnsbóls, tryggja þurfi að fráveita mengi ekki vatnsból og sameina skuli hreinsivirki. Vegagerðin bendir á að fjarlægð frístundabyggðar frá Auravegi sé lengri en 100 m. Veðurstofa Íslands bendir á mögulegar náttúruhamfarir og að með uppbyggingunni eykst áhættan í hamförum. Umhverfisstofnun bendir á að fjalla skuli um vatnaáætlun í aðalskipulagi og að svæðið sé skilgreint sem mikilvægt fuglasvæði sem er ekki fjallað um í deiliskipulaginu.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði sendi til Skipulagsstofnunnar til yfirferðar og afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir deiliskipulagstillagan verði sendi til Skipulagsstofnunnar til yfirferðar og afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

28.Deiliskipulag - Syðsta-Mörk

2205082

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir 18 lóðum að Syðstu-Mörk. Heimilt verður að byggja allt að 18 íbúðarhús með bílskúr, á einni hæð, hvert um sig allt að 450 m² að stærð, auk 100 m² gestahúss eða gróðurhúss.

Tillagan var send til umsagnaraðila og auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu frá 17. september með athugasemdarfrest til og með 31. október 2024. Veitur og Umhverfisstofnun hafa kynnt sér tillöguna og gera engar athugasemdir ásamt Veðurstofu Íslands. Vegagerðin bendir á að afmarka skuli veghelgunarsvæði og málsetja þurfi fjarlægð milli tenginga á uppdráttum. Brugðist hefur verið athugasemdum Vegagerðarinnar. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fjallar um að skerpa þurfi á hvaðan neysluvatnið er tekið en það verður tengt við Vestmannaeyja vatnsveitu sem liggur í gegnum landið. Heilbrigðiseftirlitið bendir einnig á að fyrirkomulag fráveitu sé ekki nógu skýrt. Lóðir eru heldur stórar og mikið landslag er á svæðinu og því verður haldið hreinsivirkjum í lágmarki og samnýtt þegar hægt er. Byggingarheimildum hefur verið breytt en nú verður heimilt að byggja 450 m² íbúðarhús með bílskúr auk 100 m² vinnustofu eða gróðurhúss.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði send til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir deiliskipulagstillagan verði sendi til Skipulagsstofnunnar til yfirferðar og afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

29.Aðalskipulag - Syðsta-Mörk, breyting

2301006

Um er að ræða breytingu á landnotkun á rúmlega 52,7 ha landbúnaðarlandi (L1) í íbúðabyggð (ÍB) sem gerir ráð fyrir 18 lóðum.

Aðalskipulagsbreytingin var send til umsagnaraðila og auglýst frá 17. september með athugasemdafresti til og með 31. október 2024. Umsagnir bárust frá Veðurstofu Íslands, Vegagerðinni og Veitum en þau gera engar athugasemdir. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerir athugasemd við að ekki sé nógu skýrt um hvaða vatnsból sé að ræða en neysluvatn verður fengið úr Vatnsveitu Vestmannaeyja (VB14) sem liggur í gegnum land Syðstu-Merkur. Minjastofnun Íslands gerði engar athugasemdir við skipulagstillöguna en svæðið hefur verið fornleifaskráð, finnist fornminjar skal tilkynna þær með vísan í lög um menningarminjar nr. 80/2012. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði send til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og afgreidd skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði send til Skipulagsstofnunnar til yfirferðar og afgreidd skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

30.Deiliskipulag - Austurvegur á Hvolsvelli

2406012

Deiliskipulagsbreytingin gerir ráð fyrir breytingum á Austurvegi í gegnum Hvolsvöll, verið er að stækka beygjuvasa, fækka inn- og útkomuleiðum ásamt því að aðkoma við Hlíðarveg og Suðurlandsveg til austurs færist. Tillagan var send til umsagnaraðila og auglýst frá 21. júní til 9. ágúst 2024 en rataði því miður ekki í blað á landsvísu og var því auglýst aftur með framlengdum athugasemdafrest til 4. október sl. Engar athugasemdir bárust frá lögbundnum umsagnaraðilum varðandi tillöguna en athugasemd barst frá hluta af lóðareigendum að Austurvegi 2, athugasemdirnar snéru að inn- og útkeyrsla við lóðina verði fjarlægð, bílastæðum fækkað en einnig er bent á tilfrærða aðkomu innan lóðar. Deiliskipulagsbreytingin er liður í umferðaröryggisáætlun Rangárþings eystra sem var unnin af sérfræðingum 2022 varðandi umferðaröryggi í þéttbýli Hvolsvallar og er stefna sveitarfélagsins að bæta aðstæður við Austurveg/Suðurlandsveg sem og á öðrum stöðum í þorpinu. Aðkomu lóðarinnar var breytt í gildandi deiliskipulagi, samþykktu 2020 en að mati nefndarinnar getur sú aðkoma haft jákvæð áhrif á lóðina með uppbyggingu miðbæjarsvæðisins. Nefndin gerir ekki athugsemd við framlögð drög að viðbrögðum við athugsemdum. Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna áfram að afmörkun lóðarinnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði auglýst í B-deild stjórnartíðinda 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

31.Byggðarráð - 268

2411007F

Fundargerð 268. fundar byggðarráð lögð fram til umræðu og staðfestingar.
Til máls tóku: LE og AKH.
Fundargerð staðfest í heild sinni.
Hlé gert á fundi 13:20.

32.Byggðarráð - 269

2411011F

Fundargerð 269. fundar byggðarráð lögð fram til umræðu og staðfestingar.
Til máls tóku: LE.
Bókun undir lið 32.13, fundargerð 2. fundar jafnréttisráðs.
Sveitarstjórn óskar eftir við jafnréttisráð, að ráðið taki saman upplýsingar um í hvaða fastanefndum sveitarfélagsins hlutfall kynja er ekki í samræmi við lög og jafnréttisáæltun sveitarfélagsins og í framhaldinu leggi til við sveitarstjórn tillögur að úrbótum.
Fundargerð staðfest í heild sinni.
Fundur hefst aftur 13:29.

33.Ályktun um kjaraviðræður - bréf frá leikskólakennurum á Suðurlandi

2411033

Lögð fram til kynningar ályktun frá leikskólakennurum á Suðurlandi vegna kjaradeildu.
Lagt fram til kynningar.
Umboð til kjarasamningasgerðar f.h. Rangárþings eystra liggur hjá samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarstjórn hvetur aðila til að ná samkomulagi í deilunni sem allra fyrst.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

34.Ársþing SASS 2024; Ályktanir

2411080

Ályktanir ársþings SASS lagðar fram til kynningar.
Til máls tóku: AKH
Sveitarstjórn tekur undir ályktanir SASS og mikilvægi þeirra verkefna sem samþykkt var að setja í forgang fyrir Suðurland á ársþingi SASS. Ályktanir ársþingsins endurspegla brýnustu áskoranir landshlutans og tillögunum ætlað að stuðla að sjálfbærni, hagvexti, lífsgæðum íbúa og framtíðaruppbyggingu á Suðurlandi.
Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 13:34.