2309074
Með aðalskipulagsbreytingunni er gert ráð fyrir frístundabyggð með allt að 40 frístundarlóðum eða 46 ha, verslunar- og þjónustusvæðið fer úr 3 ha. í allt að 42,7 ha. að stærð fyrir veitingarekstur, gestahús og hótel fyrir allt að 85 gesti.
Aðalskipulagsbreytingin var auglýst frá 21. júní 2024 en athugasemdafrestur var framlengdur til og með 4. október 2024. Umsagnir bárust frá lögbundnum umsagnaraðilum þar sem Náttúrufræðistofnun ítrekar fyrri umsögn en stofnunin fjallar um umtalsvert tap og uppbrot á búsvæðum fugla á svæðinu. Umhverfisstofnun bendir á að fjalla þurfi um áhrif tillögunnar í samræmi við lög nr. 36/2011 um stjórn vatnamála og vatnaáætlun 2022-2027 og Umhverfisstofnun tekur undir með Náttúrufræðistofnun Íslands um að vernda skuli fugla á svæðinu. Vegagerðin kemur ekki til með að taka þátt í kostnaði hávaðavarna þar sem kröfur um öryggi eru ekki virtar og að ekki skuli staðsetja frístundahús nær stofn- og tengivegum en 100 m og ekki þjóðvegum eða almennum vegum en 50 m eins og fjallað er um í aðalskipulagi. Afmarka skuli svæðið sem staðsett er í aðalskipulagi ásamt veghelgunarsvæði. Veðurstofa Íslands bendir á að fjalla þurfi nánar um mögulega flóðahættu og viðbrögð vegna mögulegra náttúruhamfara. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerir ekki athugasemd. Brugðist hefur verið við ofangreindum athugasemdum með ítarlegri umfjöllun um landsskipulagsstefnu, fjallað er um vatnaáætlun en nánar hefur verið fjallað um mögulegar náttúruhamfarir á svæðinu. Nefndin telur einnig að umsögn Vegagerðarinnar eigi ekki við að öllu leyti. Engin umsögn barst frá Minjastofnun Íslands en á svæðinu eru skráðar fornminjar sem hafa verið afmarkaðar í deiliskipulagi. Verslunar- og þjónustusvæðið hefur verið minnkað úr 42,7 ha í 17,5 ha eftir auglýsingu.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði send til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og afgreidd skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í fundarsalnum sitja Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri,Sigríður Karólína Viðarsdóttir, Árný Hrund Svavarsdóttir, Lilja Einarsdóttir, Rafn Bergsson, Bjarki Oddsson, og oddviti Tómas Birgir Magnússon. Margrét Jóna Ísólfsdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri sem ritar fundargerð og Sigurmundur Jónsson sem sér um upptöku og útsendingarmál.