192. fundur 28. maí 2020 kl. 08:15 - 09:15 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Elín Fríða Sigurðardóttir formaður
  • Christiane L. Bahner
  • Lilja Einarsdóttir oddviti
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson Sveitarstjóri
Dagskrá
Formaður óskar eftir því að bæta einum lið á dagskrá. Mál nr. 2005061. Samþykkt samhljóða.

1.Umhverfisstofnun Samningur um refaveiðar 2020 - 2022.

2005040

Byggðarráð samþykkir endurskoðaðan samning um refaveiðar í Rangárþingi eystra. Byggðarráð ítrekar þó fyrri bókanir byggðarráðs og sveitarstjórnar um sama mál, þar sem löggð er áhersla á að framlag Umhverfisstofnunar í þátttöku á kostnaði vegna minka- og refaveiða dugi skammt miðað við þann kostnað sem sveitarfélagið leggi í málaflokkinn á hverju ári.

2.Næsti fundur sveitarstjórnar; 15. júní 2020

2005061

Byggðarráð samþykkir að næsti fundur sveitarstjórnar verði 15. júní 2020.
Samþykkt samhljóða.

3.Umsögn; Katla track, Forsæti III; F2 gistileyfi

2005059

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

4.Umsögn;Hlíðarvegur 7;Sonata hótel ehf; Rekstrarleyfi

2005058

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

5.Umsögn; Ferðafélagið Útivist, Básar; F2 gistileyfi

2005057

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

6.Umsögn; Ferðafélagið Útivist, Fimmvörðuskáli; F2 gistileyfi

2005056

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

7.Umsögn; Heimsborgir ehf Brú; F2 gistileyfi

2005055

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða.

8.Menningarnefnd - 33

2005003F

Byggðarráð staðfestir 33. fundargerð menningarnefndar í heild sinni.
Samþykkt samhljóða.
  • Menningarnefnd - 33 Menningarnefnd þakkar umsóknir en alls bárust 9 umsóknir.
    Unnt var að styrkja 4 þeirra að heildar upphæð 1.100.000kr.
    Menningarnefnd hvetur aðila í menningarlífinu til að sækja um styrk í Menningarsjóð Rangárþings eystra fyrir næstu úthlutun sem verður í haust. Nánar auglýst síðar.
  • Menningarnefnd - 33 Menningarnefnd felur markaðs- og kynningarfulltrúa að vinna áfram með Sigurgeiri Skafta að skipulagningu hátíðarhalda.
    Stefnt er að hefja formlega dagskrá á sviði klukkan 17:00 á laugardegi. Fastir liðir verða á sínum stað svo sem súpurölt á föstudagskvöldinu.
  • Menningarnefnd - 33 Menningarnefnd vill leggja áherslu á að farið verði í vinnu í Nínulundi í Fljótshlíð eins og samþykkt hafði áður verið í sveitarstjórn.
    Einnig lýsir menningarnefnd eftir svari frá sveitarstjóra varðandi stöðu mála varðandi styttuna Afrekshuga (e. spirit of achievement)eftir Nínu Sæmundsson.

    18. maí er alþjóðlegi safnadagurinn. Menningarnefnd hvetur söfn í Rangárþingi eystra til að hafa opið fyrir gesti og gangandi.

    Bókun fundar Sveitarstjóra falið að svara erindi menningarnefndar.
    Samþykkt samhljóða.

9.Tónlistarskóli Rangæinga; 18. stjórnarfundur

2005039

Byggðarráð staðfestir 18. fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Rangæinga.
Byggðarráð lýsir yfir ánægju með að búið sé að ráða nýjan skólastjóra og býður Söndru Rún velkomna til starfa.

10.Katla jarðvangur; 50. fundur stjórnar

2005046

Byggðarráð staðfestir 50. fundargerð stjórnar Kötlu jarðvangs.
Samþykkt samhljóða.

11.Katla jarðvangur; 51. fundur stjórnar

2005047

Byggðarráð staðfestir 51. fundargerð stjórnar Kötlu jarðvangs.
Samþykkt samhljóða.

12.45. fundur stjórnar félags- og skólaþjónustu; 12.5.2020

2005045

Byggðarráð staðfestir 45. fundargerð stjórnar félags- og skólaþjónustu.
Samþykkt samhljóða.

13.Bergrisinn; 14. fundur stjórnar; 03.03.2020

2005042

Byggðarráð staðfestir 14. fundargerð stjórnar Bergrisans bs.
Samþykkt samhljóða.

14.Bergrisinn; 15. fundur stjórnar; 1.04.2020

2005043

Byggðarráð staðfestir 15. fundargerð stjórnar Bergrisans bs.
Samþykkt samhljóða.

15.Bergrisinn; 16. fundur stjórnar; 5.05.2020

2005044

Byggðarráð staðfestir 16. fundargerð stjórnar Bergrisans bs.
Samþykkt samhljóða.

16.Samband íslenskra sveitarfélaga; 883. fundur stjórnar

2005041

Lagt fram til kynningar.

17.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2019

1902326

Lagt fram til kynningar.

18.Bréf félagsmálaráðherra um aukið félagsstarf fullorðinna sumarið 2020

19.Bréf eftirlitsnefndar til sveitarstjórna; mai 2020

2005051

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:15.