33. fundur 14. maí 2020 kl. 14:30 - 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Harpa Mjöll Kjartansdóttir formaður
  • Guri Hilstad Ólason varaformaður
  • Lea Birna Lárusdóttir
  • Magnús Benonýsson
  • Katrín Óskarsdóttir 1. varamaður
Starfsmenn
  • Nanna Fanney Björnsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Nanna Fanney Björnsdóttir Markaðs- og kynningarfulltrúi
Dagskrá

1.Menningarsjóður Rangárþings eystra; vorúthlutun 2020

2002030

Menningarnefnd þakkar umsóknir en alls bárust 9 umsóknir.
Unnt var að styrkja 4 þeirra að heildar upphæð 1.100.000kr.
Menningarnefnd hvetur aðila í menningarlífinu til að sækja um styrk í Menningarsjóð Rangárþings eystra fyrir næstu úthlutun sem verður í haust. Nánar auglýst síðar.

2.Kjötsúpuhátíð 2020

1911029

Menningarnefnd felur markaðs- og kynningarfulltrúa að vinna áfram með Sigurgeiri Skafta að skipulagningu hátíðarhalda.
Stefnt er að hefja formlega dagskrá á sviði klukkan 17:00 á laugardegi. Fastir liðir verða á sínum stað svo sem súpurölt á föstudagskvöldinu.

3.Menningarnefnd; önnur mál

2005006

Menningarnefnd vill leggja áherslu á að farið verði í vinnu í Nínulundi í Fljótshlíð eins og samþykkt hafði áður verið í sveitarstjórn.
Einnig lýsir menningarnefnd eftir svari frá sveitarstjóra varðandi stöðu mála varðandi styttuna Afrekshuga (e. spirit of achievement)eftir Nínu Sæmundsson.

18. maí er alþjóðlegi safnadagurinn. Menningarnefnd hvetur söfn í Rangárþingi eystra til að hafa opið fyrir gesti og gangandi.

Fundi slitið - kl. 17:00.