Miðbæjarjólatréð að þessu sinni kemur úr garðinum við Hvolsveg 15 en þar búa þau Elín Kristín Sæmundsdóttir og Einar Árnason. Tréð var gróðursett við húsið fyrir rétt um 40 árum síðan og var þá um 1 meters hátt en núna er það rúmlega 12 metrar. Það voru vaskir starfsmenn Áhaldahús Rangárþings eystra sem komu og felldu tréð en þeim til halds og trausts var Páll Elísson frá Rarik sem að lánaði bíl með gripkló til verksins.

Tréð verður nú skreytt og kveikt verður á ljósunum við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 25. nóvember nk. kl. 16:30.