Jólaljós í Rangárþingi eystra

Kveikt verður á ljósum jólatrésins á Miðbæjartúninu fimmtudaginn 25. nóvember, klukkan 16:30.

Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra flytur stutt ávarp.

Barnakór Hvolsskóla syngur nokkur jólalög og heyrst hefur að jólasveinarnir séu spenntir að koma og taka smá dans í kringum jólatréð.

Landsbankinn býður upp á jólanammi.

Sveitabúðin Una í samstarfi við Dís hársnyrtistofu bjóða upp á kakó og léttar veitingar í bragganum. Ostar í boði MS og Hársnyrtistofan verður með Aveda vörurnar sínar á staðnum.

Kvenfélagið Eining verður líka á staðnum og verða með ljúfar smákökur til sölu. Kvenfélagskonur ætla einnig að teldra lítinn varðeld og vera með sykurpúða til að grilla

Við förum að einu og öllu eftir sóttvarnarreglum.

Sjáumst í góðu jólaskapi og ávallt með persónulegar sóttvarnir í huga.