Rótarýklúbbur Rangæinga í samvinnu við Landgræðsluna  heldur málþing í Gunnarsholti þriðjudaginn 19. febrúar n.k.

Rótarýklúbbur Rangæinga hefur um nokkurt árabil haft fræðslu og umfjöllun um samfélagsmál héraðsins á stefnuskrá sinni. Klúbburinn hefur m.a. staðið fyrir ráðstefnum um orkumáli í Rangárþingi, ferðaþjónustu, landgræðslu og síðast en ekki síst um eldgosavá.  Þessi áhersla er í samræmi við markmið Fjórprófs Rótarýhreyfingarinnar;  „Er það satt og rétt er það drengilegt, eykur það velvild og vinarhug – er það öllum til góðs“.

Ráðstefnan er öllum opin og ekkert þátttökugjald. Nánari upplýsingar veitir Sveinn Runólfsson í síma 893-0830 og sveinn@land.is.

null