Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru auglýst eftirfarandi tillögur að deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.

Voðmúlastaðir– Deiliskipulagstillaga

Deiliskipulagið gerir ráð fyrir 5 byggingarreitum sem hver um sig er 900 m2 að stærð. Á hverjum reit er heimilt að byggja allt að 60 m2 gestahús til útleigu fyrir ferðamenn.

Rjómabúið – Deiliskipulagstillaga

Deiliskipulagið fyrir Rjómabúið nær til 1,7 ha spildu úr landi Bollakots L163995. Gert er ráð fyrir gestahúsum ásamt þjónustuhúsi, eða að hámarki 5 hús. Mænishæð húsa er allt að 6,0m mv. gólfhæð. Aðkomuvegur verður frá Bollakotsvegi.

Uppsalir – Deiliskipulagsbreyting

Breytingin felst í því að gerð er ný lóð, Uppsalir 4 sem er 3,0 ha að stærð. Heimilt verður að byggja íbúðarhús/bílskúr, allt að 250 m2, gestahús allt að 50 m2 og skemmu allt að 250 m2.

Völlur 2 – Deiliskipulagstillaga

Deiliskipulagið nær til ca 1,2 ha lands úr landi Vallar 2 L164207, ntt. Vallarhorn. Gert er ráð fyrir allt að 250 m2 íbúðarhúsi og allt að 300 m2 skemmu. Mænishæð bygginga er allt að 8,0m.

Ofangreindar deiliskipulagstillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra, www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 4. janúar nk. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 15. febrúar nk. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er kynnt skipulagslýsing fyrir gerð deiliskipulags í Rangárþingi eystra.

Miðeyjarhólmur – Deiliskipulagstillaga

Um er að ræða lýsingu að skipulagsverkefni á jörðinni Miðeyjarhólmur. Helstu markmið skipulagsins eru að afmarka byggingarreiti fyrir íbúðarhús og landbúnaðarbyggingar ásamt heimreiðum að bæjarhúsunum frá Hólmabæjarvegi og Þjóðvegi 1.

Ofangreind skipulagslýsing verður kynnt fyrir almenningi með opnu húsi hjá skipulags- og byggingarfulltrúa að Austurvegi 4, Hvolsvelli, mánudaginn 9. janúar nk. frá kl. 10:00 – 12:00. Einnig verður tillagan aðgengileg á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við skipulagslýsinguna og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 18. janúar nk.

F.h. Rangárþings eystra

Guðmundur Úlfar Gíslason

Skipulags- og byggingarfulltrúi