Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru auglýst eftirfarandi tillögur að deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.

Hlíðarendakot – Deiliskipulagstillaga

Að nýju er auglýst tillaga að deiliskipulagi á ca 26,5 ha svæði í Hlíðarendakoti. Skipulagið gerir ráð fyrir að byggt sé við núverandi íbúðarhús auk byggingarreits fyrir tveimur nýjum heilsárshúsum innan sömu lóðar. Einnig eru settir byggingarreitir í kringum önnur hús á bæjarhlaðinu til mögulegrar stækkunar viðkomandi mannvirkja. Vestan við núverandi bæjarstæði er gert ráð fyrir fimm nýjum íbúðarhúsalóðum. Austan við bæjarstæðið er gert ráð fyrir 3000 m2 lóð með allt að 4 heilsárshúsum.

Ytri-Hóll – Deiliskipulagstillaga

Skipulagið gerir ráð fyrir veiðihúsi allt að 100 m2 að stærð, 2-3 svefnhúsum samanlagt allt að 160 m2 að stærð og aðstöðuhúsi allt að 80 m2 að stærð. Stærð lóðar er ca 1,0 ha.

 

Ofangreindar deiliskipulagstillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra, www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 7. september nk. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 19. október nk. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.

F.h. Rangárþings eystra

Guðmundur Úlfar Gíslason

Skipulags- og byggingarfulltrúi