Nýr miðbær á Hvolsvelli er nú í mótun. Gatnagerð er hafin og fjöldi nýrra lóða verður brátt úthlutað sem einni heild. Á svæðinu verður blönduð byggð undir verslun, þjónustu og íbúðahúsnæði. Um er að ræða einstakt tækifæri við að taka þátt í uppbyggingu á miðbæ Hvolsvallar og setja mark sitt á þetta einstaka svæði.

Segja má að Hvolsvöllur sé hjarta Suðurlands. Mikil uppbygging er á svæðinu og hefur íbúum fjölgað mikið á síðustu árum. Ferðaþjónustan er í miklum blóma enda skartar Rangárþing eystra mörgum af fallegustu og þekktustu náttúruperlum Íslands. 

Umsóknarfrestur um lóðirnar er til 31. mars nk.

Upplýsingar veitir embætti skipulagsfulltrúa: bygg@hvolsvollur.is 

Umsókn um lóð - eyðublað

 

Deiliskipulag

Greinargerð

Breyting á deiliskipulagi

Korta- og teikningavefur Rangárþings eystra

 

Úthlutunarreglur lóða í Rangárþingi eystra

Samþykkt um gatnagerðargjald

Samþykkt um fráveitu

Gjaldskrá fyrir fráveitu

Gjaldskrá vatnsveitu

Gjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúa