Rangárþing eystra hefur undanfarið fjarlægt númerslausar bifreiðar sem voru á opnum svæðum Hvolsvallar. Enn er talsverður fjöldi númerslausa bíla eru á lóðum íbúa. Sveitarfélagið býður íbúum Hvolsvallar upp á aðstoð við að fjarlæga bifreiðarnar og koma þeim á Sorpstöðina Strönd gjaldfrjálst. Þeir sem óska eftir aðstoð sveitarfélagsins hafa samband í gegnum síma 488-4200 eða í gegnum netfangið hvolsvollur@hvolsvollur.is.
Bent er á að eigendur þurfa að afskrá bifreiðar í gegnum hér og upplýsingar um endurgreiðslu bifreiða er að finna: hér.
Sveitarfélagið hvetur íbúa til að nýta sér þetta úrræði og leggja þannig sitt af mörkum til að bæta umhverfið og ásýnd Hvolsvallar.