Að kvöldi Skírdags, fimmtudaginn 17. apríl 2025, fer fram í Rangárhöllinni á Hellu STÓRSÝNING SUNNLENSKRA HESTAMANNA.

Sýningin mun einkennast af léttleika og skemmtun og verður boðið uppá eitthvað fyrir alla hestaáhugamenn - unga sem aldna.

Tökum kvöldið frá og komum og fögnum páskum með skemmtilegu fólki á skemmtilegri sýningu!

Húsið opnar klukkan 18 og sýning hefst klukkan 20:00

Forsala aðgöngumiða hefst föstudaginn 26. mars og verður á www.tix.is/storsyning . Miðar verða einnig seldir á staðnum. Ekki verða tekin frá sæti.

Miðaverð: 4.000
Frítt fyrir 12 ára og yngri.