Rangárþing ytra, Rangárþing eystra og Ásahreppur taka öll þátt og senda íbúum og fyrirtækjum hvatningu um að hreinsa til í sínu nærumhverfi.

Stóri plokkdagurinn þann 27. apríl nk. hefst kl. 9:30 við Hvolinn þar sem hægt verður að nálgast glæra poka og bensli.

Formleg dagskrá er á sunnudaginn frá kl. 10 - 12 en öllum er frjálst að nýta þann dag og dagana í kring til að gera hreint í nærumhverfinu og taka saman það rusl sem á vegi þess verður. Gámur verður staðsettur við Hvolinn alla helgina og er plokkurum frjálst að henda því rusli sem þeir plokka í glærum poka í gáminn meðan hann er.

Að plokki loknu býður Rótarýklúbbur Rangæinga upp á grillaðar pylsur við Hvolinn kl. 12:00.