Sveitungar okkar þær Hulda, Sigríður og María Sigurjónsdætur frá Mið-Mörk undir Eyjafjöllum náðu frábærum árangri á Special Olypics í Cluj í Rúmeníu um helgina.

Hulda sigraði í heildarkeppninni og náði að bæta sinn besta árangur bæði í réttstöðulyftu og bekkpressu en hún sigraði í þessum greinum. Hún varð í 2. sæti í hnébeygju, þar sem hún lyfti 120 kg en Sigríður systir hennar bætti sinn besta árangur og sigraði í greininni með 122 kg.

Sigríður varð í 3. sæti í heildarkeppninni en hún náði að bæta sig bæði í hnébeygju og bekkpressu. Hún sigraði sem fyrr segir í hnébeygjunni og var í 2. sæti í bekkpressu með 75 kg og 2. sæti í réttstöðulyftu með 125 kg.

María varð í 4. sæti í heildarkeppninni en besti árangur hennar var í hnébeygjunni, þar sem hún varð í 3. sæti með 92,5 kg sem er persónulegt met. Hún varð fjórða í bekkpressu með 50 kg og fjórða í réttstöðulyftu með 110 kg.

Við hjá Rangárþingi eystra óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn!

Sjá frétt á Sunnlenska.is