- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Við minnum á að huga að gróðri við lóðamörk fyrir komandi vetur. Samkvæmt byggingarreglugerð nr. 112/2012, gr. 7.2.2 ber að:
• Gróður haldist innan lóðarmarka og skagi ekki út yfir gangstéttar, akbrautir eða opin svæði.
• Tryggja lágmarkshæð undir greinum og gróðri sem teygir sig yfir göngu- eða akleiðir: 2,8 m yfir gangstétt og 4,2 m yfir akbraut.
Í desember er heppilegt að undirbúa klippingar (panta verktaka, skoða limgerði og tré) og fjarlægja augljósa öryggishættu strax, t.d. greinar sem skyggja á gangstíga, götulýsingu eða umferðarmerki. Hafa skal í huga að gróður hamli ekki för snjómoksturstækja.
Vakin er athygli á að umfangsmeiri klippingar fara almennt best fram í febrúar–mars
