Töluvert hefur borið á því að bílum sem lagt er úti á götu við gangstéttir tefji fyrir snjómokstri eða hindri hann alveg.

Við viljum því biðla til íbúa að leggja bílum sínum í innkeyrslur svo snjóruðningstækin komist greiðlega í allar götur.

Eins skulum við forðast að láta bifreiðar ganga lausagang á morgnana þar sem það skapar mikla loftmengun í kuldatíð og slæmt fyrir börn á leið í skóla.