Undanfarið hafi borið á því að skemmdir hafa verið unnar á lóð leikskólans Öldunnar.

Meðal annars hefur hráum eggjum verið kastað yfir rólur á svæði yngstu barnanna, bekkir teknir og snúið á hvolf og nú síðast verið að spæna upp grasflötina á hjólum. Við viljum biðla til allra að ganga vel um lóðina þar sem við viljum að hún sé notuð utan leikskólaopnunar.

Kveðja starfsfólk Öldunnar