Í janúar var undirritaður viðaukasamningur milli Brunavarna Rangárvallasýslu og Landsvirkjunnar. Samningurinn tryggir búnaðarkaup, æfingar og fræðslu fyrir starfsmenn virkjannasvæða á framkvæmdatíma næstu sex ára. Fyrirhuguð eru talsvert stór áform í uppbyggingu virkjanna á starfssvæði Brunavarna Rangárvallasýslu á komandi árum.

Með þessum samningi geta Brunavarnir Rangárvallasýslu eflt búnað sinn og viðbragðsstyrk til muna. Stærsta verkefnið er kaup á nýrri slökkvibifreið. Ríkiskaupum var falið að annast útboð bílsins og lægsta tilboðið barst frá fyrirtækinu Fastus ehf. sem sérhæfir sig í smíði slökkviliðsbíla. Samstarfsaðili þeirra er Egenes Brannteknikk AS í Noregi, en þeir sáu einnig um smíði dælubílsins MAN sem staðsettur er á Hvolsvelli og hefur þjónað Brunavörnum Rangárvallasýslu með ágætum frá árinu 1999.

Nýi dælubíllinn verður af gerðinni Scania og búinn öflugum slökkvibúnaði og allri nýjustu tækni. Hann mun tryggja betur öryggi slökkviliðsmanna og þeirra sem þurfa á þjónustu Brunavarna Rangárvallasýslu að halda. Bílillinn verður væntanlega afhentur í haust.