- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Salan á Neyðarkallinum, árlegu fjáröflunarátaki Slysavarnafélagsins Landsbjargar, er hafin þessa dagana. Eins og íbúar þekkja er þessi söfnun ein sú mikilvægasta fyrir björgunarsveitir landsins og skiptir hún okkar fólk í Björgunarsveitinni Dagrenningu miklu máli til að fjármagna það starf sem sveitin sinnir.
Rangárþing eystra leggur að sjálfsögðu sitt af mörkum og styður við bakið á Dagrenningu. Líkt og undanfarin ár keypti sveitarfélagið stærri gerð Neyðarkallsins til að bæta í safnið á skrifstofunni.
Í dag kom Kristjana Margrét Óskarsdóttir við á skrifstofu sveitarfélagsins og afhenti Antoni Kára, sveitarstjóra, Neyðarkallinn að þessu sinni.
Safnið af köllum á skrifstofunni stækkar því með hverju ári og vonandi á það sama við hjá mörgum fyrirtækjum og heimilum í sveitarfélaginu.
Við hvetjum íbúa og fyrirtæki eindregið til að taka vel á móti fulltrúum Dagrenningar á næstu dögum og styrkja þar með það mikilvæga starf sem þau vinna fyrir okkur öll.