Rangárþing eystra auglýsir lausan til umsóknar skólaakstur við Hvolsskóla. Skv. núverandi fyrirkomulagi er um að ræða akstursleið í Austur-Landeyjum. Akstursleiðir geta þó verið breytilegar eftir notkun og þörf hverju sinni.

Skólabílstjóri þarf að hafa öll tilskilin réttindi til aksturs farþega og bifreið sem notuð verður skal vera í fullkomnu ástandi. Viðkomandi þarf að vera reglusamur, stundvís og þjónustulipur og hann þarf að hafa hreint sakavottorð.

Umsóknir þurfa að berast á skrifstofu Rangárþings eystra í síðasta lagi 1. júlí 2025.

Nánari upplýsingar veitir Margrét Jóna Ísólfsdóttir, fjármálastjóri í síma 488-4200, margret@hvolsvollur.is eða Birna Sigurðardóttir, skólastjóri í síma 488-4240, birna@hvolsskoli.is