Náttúruverndarstofnun tók til starfa þann 1. janúar síðastliðinn. Af því tilefni verður haldin opnunarhátíð klukkan 14:00, fimmtudaginn 27. febrúar næstkomandi, í Hvolnum á Hvolsvelli.

 

Hér má sjá dagskrá viðburðarins:

Ísólfur Gylfi Pálmason fer með fundarstjórn á viðburðinum.

Ávarp ráðherra: Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra 

Tónlistaratriði: Tríó. Maríanna Másdóttir, söngur, Gísli Stefánsson, söngur, Glódís Margrét Guðmundsdóttir, píanó

Kynning á merki Náttúruverndarstofnunar: Stefanía Ragnarsdóttir, fræðslufulltrúi 

Kynningarmyndband um merkið 

Ávarp forstjóra: Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Náttúruverndarstofnunar 

Kynningarmynd um Náttúruverndarstofnun 

Tónlistaratriði: Steingrímur Ari Helgason, nemandi í Tónlistarskóla Rangæinga 

Ávarp sveitastjóra Rangárþings eystra: Anton Kári Halldórsson 

Tónlistaratriði: Tríó. Maríanna Másdóttir, söngur, Gísli Stefánsson, söngur, Glódís Margrét Guðmundsdóttir, píanó

 

Veitingar að loknum atriðum og erindum.

 

Hlekkur á viðburð: https://fb.me/e/F8dl6BLx5