Í vor var efnt til samkeppnis um nýtt logo Kjötsúpuhátíðar og var auglýst eftir tillögum. Alls bárust 7 tillögur og þökkum við öllum sem sendu inn kærlega fyrir þær.

Markaðs- og menningarnefnd fékk tillögurnar nafnlausar til skoðunar og var á endanum valin tillaga Jónu Sigþórsdóttur sem var vel útfærð, lýsandi fyrir sveitarfélagið og hátíðina sjálfa.

Jóna er einstaklega góð í hönnun og ljósmyndun og er virkur meðlimur ljósmyndaklúbbsins +860. Hún vann samkeppni um nýtt merki leikskólans Öldunnar árið 2023 þar sem hún fangaði gildi, liti og ölduna í landslaginu.

Rangárþing eystra óskar Jónu innilega til hamingju með merkið.