- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Rangárþing eystra hefur gert nýjan þjónustusamning við KFR Knattspyrnufélag Rangæinga, samningurinn er upp á kr. 2.900.000.- fyrir árið 2015. Samningurinn er til að tryggja enn frekari starfsemi KFR en samvinna sveitarfélagsins við KFR skiptir miklu máli m.a. í öflugu forvarnarstarfi, þjálfun yngri flokka KFR og samfellustarfi í skóla- og tómstundastarfi. Einnig tekur KFR þátt í undirbúningi og aðstoðar við hjólareiðarhátíðina Tour de Hvolsvöllur samkvæmt samningi. Þá fara kr. 500.000.- af samningsupphæðinni til meistaraflokks KFR.
Á myndinni er Ísólfur Gylfi sveitarstjóri ásamt Auði Erlu formani KFR og Ólafi Erni íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.