Iðan fræðslusetur og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) standa fyrir námskeiði fyrir byggingarstjóra í félagsheimilinu Hvolnum, Hvolsvelli þann 26. febrúar næstkomandi.

Námskeiðið er haldið til að fræða byggingarstjóra um Mannvirkjaskrá og auðvelda þeim notkun hennar. Farið verður yfir uppbyggingu skrárinnar, virkni og helstu aðgerðir sem byggingarstjórar þurfa að framkvæma við áfangaúttektir.

Þátttakendur munu vinna með Mannvirkjaskrána á námskeiðinu og eru því beðnir um að mæta með eigin tölvur. Leiðbeinendur eru sérfræðingar frá HMS. Námskeiðið er án endurgjalds.

Nánari upplýsingar og skráning er á vefsíðu Iðunnar fræðsluseturs.