- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Kveikt verður á ljósunum á miðbæjarjólatrénu fimmtudaginn 16. nóvember kl. 16:30.
Að þessu sinni kemur tréð úr garðinum í Öldugerði 18 en þar búa hjónin Ásta Halla Ólafsdóttir og Garðar Þorgilsson. Rangárþing eystra þakkar þeim kærlega fyrir tréð. Vaskt lið starfsfólks í Áhaldahúsinu mætti á mánudagsmorgun til að fella tréð og koma því á miðbæjartúnið. Guðrún Björk Benediktsdóttir, umhverfis- og garðyrkjustjóri, sá um að saga tréð niður. Rarik hefur aðstoðað við þetta verkefni sl. ár og kom Páll Elísson til að hífa tréð og flytja það á nýjan stað. Þökkum við Rarik og Páli kærlega fyrir aðstoðina sem og okkar starfsfólki en það er meira en að segja það að koma stóru tréi eins og þessu á milli staða.
Tréð mun prýða miðbæinn meðan á jólahátíðinni stendur og það verður heldur betur hægt að dansa í kringum það á fimmtudaginn kemur.