- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Þessa dagana er Dóra að vinna í einum hluta þemaverkefnis í málverkum sem nefnast Augnablik á Íslandi. Hún hefur verið að undirbúa það í nokkur ár. Núna er hún að vinna að norðurljósa málverkum.Hún notar tæknina blautt í blautt.
Í TILEFNI AÐ OPNUNARDEGINUM mun Sólrún Björk myndlistamaður og kennari vera með sýnikennslu í olíumálverkum klukkan 14.00. Sólrún hefur lært hjá þekktum kennurum í Bandaríkjunum. Hún mun bjóða upp á kennslu í málaralistinni og verður hægt að skrá sig á námskeið hjá henni á opnunardegi Listakots Dóru. Þeir sem komast ekki þá geta haft samband við Dóru eða á Facebook síðu Listakots Dóru
Opnunartími verður frá miðvikudegi til og með föstudegi frá klukkan 10.00-18.00 nema ef um er að ræða sérstakar uppákomur eða námskeið.