Þann 1. Maí síðastliðinn bauð Southcoast Adventure heimilisfólki á Kirkjuhvoli og Lundi í ferð í Þórsmörk. Þetta er í fjórða sinn sem Southcoast býður heimilisfólki í þessa skemmtilegu ferð. 

Eins og sjá má á eftirfarandi myndum fór vel um heimilisfólk í ferðinni.

Þess má einnig geta að Í mars síðastliðnum gaf kvenfélagið Freyja í Austur-Landeyjum Kirkjuhvoli loftdýnu. Mun þessi rausnarlega gjöf koma að góðum notum. 
Á mynd eru Hlín Albertsdóttir ritari Freyju og Sjöfn Dagmar Guðjónsdóttir hjúkrunarforstjóri