- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Leikskólinn
opnaði aftur eftir sumarfrí síðastliðinn mánudag. Börn og starfsfólk virðist
endurnært eftir afslöppunina og það ríkir mikil gleði meðal manna. Þar sem
margir eru enn í fríi eru tiltölulega fáir nemendur fyrstu daganna. Veðrið
leikur við okkur og því höfum við verið mikið utandyra, bæði í garðinum okkar
sem og í vettvangsferðum um bæinn.
Nemendur
Tónalands tóku sig til í dag og máluðu heyrúllur sem staðsettar eru á bak við
Frumherjahúsið, okkur fannst þær heldur „venjulegar“ og ákváðum því að skreyta
þær örlítið. Afraksturinn var glæsilegur og óneitanlega er glaðlegra yfirbragð
yfir túninu núna. Við hvetjum fólk til að fá sér göngutúr eða bíltúr og skoða
þessi óvanalegu listaverk.