- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Lækkun álagningaprósentu fasteignagjalda í Rangárþingi eystra
Rangárþing eystra hefur birt álagningu fasteignagjalda á vefnum www.island.is. Á fundi sveitarstjórnar 13. desember sl. var ákveðið að álagningaprósenta yrði lækkuð til að koma til móts við hækkun fasteignamats.
Fasteignaverð í sveitarfélaginu hefur hækkað mikið á síðast liðnum árum og hefur sú hækkun bein áhrif á fasteignamat í sveitarfélaginu. Fasteignamat í Rangárþingi eystra hækkaði að meðaltali um 12,5% milli ára, er það ögn minni hækkun er meðalhækkun fasteignamats á Suðurlandi sem var 13,1%.
Til að koma til móts við fasteignaeigendur í Rangárþingi eystra ákvað sveitastjórn að lækka álagningaprósentu fasteignagjalda úr 0,375% í 0,35%. Með þessari aðgerð tekur sveitasjóður á sig um helming hækkunarinnar.
Á heimasíðu Þjóðskrár íslands https://www.skra.is/thjonusta/fasteignir/ má finna upplýsingar um fasteignamat allra eigna. Viljum við benda eigendum fasteigna í sveitarfélaginu, sem telja að fasteignamatið endurspegli ekki gangverð fasteigna að hægt er að gera athugasemd við matið hjá Þjóðskrá íslands.