- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Fimmtudaginn 16. nóvember verður kveikt á jólaljósunum á miðbæjarjólatrénu og á mastrinu. Dagskráin hefst klukkan 16:30.
Kór Hvolsskóla flytur nokkur lög og syngja einnig meðan gengið er í kringum jólatréð. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri, flytur ávarp og rauðir sveinkar hafa boðað komu sína.
Landsbankinn mun svo bjóða upp á jólanammi fyrir börnin eins og undanfarin ár.
Í Sveitabúðinni Unu verður hægt að fá kakó, kleinur og jólasmakk frá Brauð og Co.og Ísbúðin Valdís verður með úrval af jólaís í borðinu hjá sér í tilefni dagsins.