- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Ágætu íbúar,
Nú styttist í aðventuna og einn af föstum liðum í undirbúningi okkar er leit að hinu fullkomna jólatré til að lýsa upp miðbæjartúnið.
Eins og venjan er orðin, leitum við til ykkar og óskum eftir því að íbúi sem er með stórt og fallegt grenitré í garðinum sínum – og hyggst jafnvel fella það – gefi það til bæjarins.
Ef þú átt tré sem þú vilt láta af hendi, þætti okkur vænt um að heyra frá þér. Vinsamlegast hafðu samband við skrifstofu okkar eða sendu tölvupóst á simmi@hvolsvollur.is.
Við sjáum að sjálfsögðu um allan undirbúning, fellingu og flutning trésins á sinn stað.
Hjálpumst að við að koma miðbænum í hátíðarskrúða! 🎄