- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Ágæti lóðareigandi
Nú þegar sólin er farin að hækka á lofti er rétti tíminn til að huga að trjágróðri á lóðinni hjá þér. Besti tíminn til að klippa og snyrta tré er nú síðla vetrar og fram á vor þar sem greinabygging runnans er sýnileg sem gerir klippingar auðveldari.
Samkvæmt byggingarreglugerð 112/2012, gr. 7.2.2, er það skylda lóðareigenda að halda vexti trjágróðurs innan lóðamarka hvort sem það er út á göngustíg eða yfir á lóð nágranna, á það bæði um greinar á runnum eða sverari greinar stórra trjáa.
Þegar gróður vex út á göngustíga og gangstéttir getur það valdið óþægindum og jafnvel hættu fyrir gangandi, hjólandi og akandi umferð. Einnig er vert að benda á að stórar greinar sem ná út fyrir lóðamörk hafa verið að skemma snjómokstursvélar hjá sveitarfélaginu.
Rangárþing eystra vill hvetja íbúa til að huga að trjágróðri sínum og skoða hvort gróður fari út fyrir lóðamörk.
Umhverfisstjóri sveitarfélagsins mun gera úttekt á gróðri á lóðamörkum á komandi vikum og senda ábendingar á húseigendur ef frávik eru á gróðri á lóðamörkum.
Garðaúrgangi má farga út við miðöldu - sjá mynd sem sýnir leiðina, sem er norðan við Hallgerðartún.