- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Þann 14.október s.l. fóru nemendur í 7.bekk Hvolsskóla að Sólheimajökli til að mæla hversu mikið jökullinn hafði breyst frá árinu 2024, en 7.bekkur hefur gert þessar mælingar frá árinu 2010. Mælingin fer þannig fram að búið er að setja skilti við fyrsta gps punktinn og síðan er næsti puntur í 100 metra fjalægð og síðan er þriðji punkturinn við jökulsporðinn.
Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli var með og eru þeir með bát svo að hægt sé að komast að jöklinum og taka nýjan punkt, því frá árinu 2013 hefur myndast stórt lón við jökulinn og því ekki hægt að fara fótgangandi. Allir nemendur sem vildu fengu að fara í bátinn og sigla að jöklinum.
Jökullinn hopaði úr 700 metrum í 910 metra og hefur því minnkað um 210 metra á einu ári, sem hefur aldrei áður verið svona mikið. Rætt var um ástæðu þessa mikla hops og þótti nemendum líklegast að hlýnun jarðar, hlýtt sumar og mjög líklega brot úr jöklinum líklegasta skýringin. Með í ferðinni var Jóhannes M. Jóhannesson frá Kötlu jarðvangi og tók hann dróna myndir og fengu nokkrir nemendur að prófa drónann. Nemendur í Hvolsskóla fóru í fyrsta skipti að mæla árið 2010 og var þetta því í 16.skiptið sem mælingin var tekin. Hér eru síðustu 16 mælingar:
2010 frá gps punkti við skilti að jökli 318 m
2011 frá gps punkti við skilti að jökli 361m
2012 frá gps punkti við skilti að jökli 400m
2013 frá gps punkti við skilti að jökli 408m
2014 frá gps punkti við skilti að jökli 487m
2015 frá gps punkti við skilti að jökli 503m
2016 frá gps punkti við skilti að jökli 527m
2017 frá gps punkti við skilti að jökli 587m
2018 frá gps punkti við skilti að jökli 697m
2019 frá gps punkti við skilti að jökli 708m
2020 frá gps punkti við skilti að jökli 715m
2021 frá gps punkti við skilti að jökli 726m
2022 frá gps punkti við skilti að jökli 763m
2023 frá gps punkti við skilti að jökli 711m ýtist fram um 52m
2024 frá gps punkti við skilti að jökli 700m ýtist fram um 11m
2025 frá gps punkti við skilti að jökli 910m
Hopið samtals frá upphafi mælinga er því: 592m
Frétt unnin af nemendum 7.bekk Hvolsskóla


