- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Miklar byggingarframkvæmdir eru á döfinni við íþróttamiðstöðina á Hvolsvelli.
Íþróttaaðstaðan hefur verið byggð upp í áföngum í gegnum tíðina og nú eru fyrirhugaðar framkvæmdir í tveimur áföngum. Í vor verður hafist handa við byggingu búningsklefa utanhúss sem staðsettir verða við aðkomuna vestan sundlaugar. Um er að ræða einfalda byggingu úr timbri 80 m2 að stærð.
Í framhaldinu á komandi sumri verður hafist handa við byggingu 2. áfanga tengibyggingar á milli sundlaugar og íþróttahúss. Þar verða á 1. hæð búningsklefar sem ætlaðir eru fyrir íþróttahúsið og útiíþróttir. Á efri hæð er gert ráð fyrir fullbúnum æfingasal. Samtals er tengibyggingaráfanginn um 345 m2. Þessi áfangi verður settur í útboð.Hönnuðir fyrrnefndra mannvirkja eru Teiknistofa arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf og Mannvit ehf verkfræðistofa.
Hægt er að skoða teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum hér.