Það var gleðistund í Hvolsskóla í gær þegar Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, mætti færandi hendi og afhenti foreldrafélagi skólans nýja poppvél að gjöf frá sveitarfélaginu.

Gjöfin mun án efa nýtast vel í því öfluga starfi sem foreldrafélagið stendur fyrir. Verður vélin notuð á viðburðum á vegum skólans og foreldrafélagsins, auk þess sem hún mun styðja við fjáröflun félagsins. Þá stendur til að bjóða vélina til útleigu fyrir aðra viðburði innan sveitarfélagsins og verður sú útfærsla kynnt betur síðar.

Við afhendinguna þakkaði Anton Kári foreldrafélaginu fyrir þeirra frábæra og óeigingjarna starf í þágu skólabarna í Rangárþingi eystra og lýsti þeirri von að poppvélin kæmi að góðum notum.

 

Öflugt starf og viðburðir framundan

 

Foreldrafélag Hvolsskóla er duglegt við að standa fyrir fjölbreyttum viðburðum fyrir nemendur og foreldra. Það er mikið líf í starfinu um þessar mundir og eru tveir viðburðir framundan:

  • 12.november stendur félagið fyrir fræðsluerindi sem ber heitið "Ég stjórna - ekki kvíðinn". Fyrirlesari er Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson, höfundur bókarinnar Ég er ekki fullkominn.

  • 4.des verður svo hið árlega og sívinsæla jólaföndur foreldrafélagsins haldið. Jólaföndrið er ein af stærri fjáröflunum félagsins og hefur jafnan verið mjög vel sótt.

Foreldrafélagið hvetur alla foreldra til að vera duglega við að mæta á þá viðburði sem eru í boði og taka þátt í starfinu.