- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti þann 12. desember 2024 fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2025-2028.
Áætlun 2025 gerir ráð fyrir fjárfestingum að heildarupphæð 543.483.000 kr með fjárfestingum byggðarsamlaga að upphæð 74.483.000.
Áætlaðar heildartekjur Rangárþings eystra 2025 (aðalsjóðs, A- og B hluta) nema alls 3,7 milljörðum króna. Heildarútgjöld án fjármagnsliða eru áætluð 3,25 milljarðar króna. Reiknaðar afskriftir 190 milljónir kr. Veltufé frá rekstri 574 milljónir.
Niðurstaða ársins 2025 án fjármagnsliða er áætluð 297 milljónir. Rekstrarniðurstaða 2025 jákvæð um 174.108 milljónir.
| Í eignfærða fjárfestingu er varið | 543 mkr. |
| Afborgun lána | 144,5 mkr. |
| Tekin ný langtímalán | 135,9 mkr. |
| Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok | 2.553 mkr. |
| Eigið fé er áætlað í árslok | 3.760 mkr. |
Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2025-2028. Ljóst er samkvæmt áætluninni að rekstur sveitarfélagsins til er í góðu jafnvægi til næstu ára. Áætlun næsta árs gerir ráð fyrir jákvæðri rekstarniðurstöðu A hluta um 148 milljónir, jákvæð niðurstaða A hluta er grunnur að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga. Áætlunin gerir ráð fyrir að samstæðan það er bæði a og b hluti skili 174 milljónum í rekstarafgang. Áætlun 2025 gerir ráð fyrir að skuldahlutfall næsta árs verði 68,2% og skuldaviðmið 47%.
Sveitarstjórn vill koma á framfæri þakklæti til fjármálastjóra, forstöðumanna stofnana sveitarfélagsins auk annarra starfsmanna sem komu að gerð áætlunarinnar.
Fjárhagsáætlunina má nálgast á PDF formi hér ásamt greinargerð
Fjárhagsáæltun 2025-2028 greinargerð