Seinni umferð héraðsmóts HSK í blaki kvenna fór fram núna í byrjun mars. Eins og í fyrri umferðinni sem fór fram í nóvember sl. þá sendi Dímon/Hekla þrjú lið til leiks. Þátttökuliðunum var skipt niður í efri og neðri úrslit eftir fyrri umferðina. Keppt var um 6. – 10. sæti á Laugarvatni þriðjudaginn 4. mars sl. og þar tók C lið Dímon/Heklu þátt og stóðu sig afar vel, sigruðu alla sína leiki og urðu þar með í 6. sæti Héraðsmótsins. Mánudagskvöldið 10. mars var svo komið að A og B liðum Dímon/Heklu að keppa um sæti í efri úrslitum á Flúðum. Það er skemmst frá því að segja að A lið Dímon/Heklu kom, sá og sigraði alla sína leiki og urðu því HSK meistarar. Dímon/Hekla B spilaði flott blak og náðu að landa 4. sætinu, virkilega vel gert. Næsta verkefni Dímon/Heklu A og B er að keppa í síðustu umferðinni á Íslandsmótinu í blaki sem fer fram helgina 14.-16. mars nk. Dímon/Hekla A stendur í ströngu í 3. deild meðan Dímon/Hekla B berjast eins og ljón í 5. deildinni. Hægt er að fylgjast með gangi mála á Íslandsmótinu HÉR